Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
73. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins miðvikudaginn 11. apríl 2001.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Gísli Eymarsson, Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Til kynningar: "Skín við sólu" tónlist í Skagafirði í 1000 ár.
- Til kynningar: Sæluvikan 2001.
- Til kynningar: Skíðaveisla í Skagafirði.
- Bréf frá Lestrarfélagi Hvammsprestakalls.
- Lögð fram bréf og rekstraráætlanir frá Félagsheimilunum Skagaseli og Höfðaborg.
- Rekstrarsamningur við Golfklúbb Sauðárkróks.
- Styrkir 2001.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Ómar Bragi kynnti fyrir fundarmönnum sýningu, sem verið er að vinna að og verður opnuð 1. júlí n.k. í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sýningin mun spanna 1000 ára tónlistarsögu í Skagafirði í texta, myndum og tónum.
- Ómar Bragi fór stuttlega yfir dagskrá Sæluvikunnar, sem hefst 29. apríl n.k.
- Ómar Bragi kynnti fyrir fundarmönnum fyrirhugaða dagskrá sem verður á skíðasvæðinu um páskana. Það er skíðadeild Tindastóls sem sér um dagskrána.
- Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til starfsmanna Héraðsbókasafnsins.
- Málinu frestað.
- Formanni og starfsmanni falið að hefja viðræður við stjórn Golfklúbbs Sauðárkróks vegna málsins.
- Styrkveitingar 2001
Íþróttavellir utan Sauðárkróks
Sótt um: Skotfélagið Ósmann 100.000,-
Afgreitt: Skotfélagið Ósmann 100.000,-.
Íþrótta- og æskulýðsmál óskipt
Sótt um:
Skátar á Skr. v. Skátamóts í Svíþjóð ótilgr.,
Guðm. Ingvi Einarsson 150.000,-
Hofsprent 150.000,-
3. fl. kvenna Tindastóls, ferð til Köge 250.000,-
Trölli, Ungl.deild Skagfirðingasveitar 200.000,-
Afgreitt:
Skátar á Skr. v. Skátamóts í Svíþjóð, 100.000,-
Guðm. Ingvi Einarsson 100.000,-
Hofsprent Hafnað
3. fl. kvenna Tindastóls, ferð til Köge 250.000,-
Trölli, Ungl.deild Skagfirðingasveitar 150.000,-
Styrkir til íþróttamála
Sótt um:
Golfklúbbur Sauðárkróks 1.000.000,-
Hestamannafél. Léttfeti ótilgr.
Hestamannafél. Stígandi 410.000,-
Hestamannafél. Svaði 350.000,-
Umf Smári 800.000,-
Umf Neisti 550.000
Umf Tindastóll 11.000.000,-
UMSS 1.500.000,-
Knattspyrnuskóli Íslands 500.000,-.
Afgreitt:
Golfklúbbur Sauðárkróks 880.000,-
Hestamannafél. Léttfeti 231.000,-
Hestamannafél. Stígandi 231.000,-
Hestamannafél. Svaði 165.000,-
Umf Smári 385.000,-
Umf Neisti 550.000
Umf Tindastóll 5.500.000,-
UMSS 1.000.000,-
Knattspyrnuskóli Íslands 300.000,-.
8. Önnur mál.
a)Sögusetur íslenska hestsins. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni Byggðasafnsins að vinna að málefninu.
b) Lögð fram gögn varðandi stefnumótun aðalskipulags.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19,32