Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
75. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 3. maí 2001 kl. 17,00.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Gísli Eymarsson, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2001 - 2012. Hvernig koma nefndir sveitarfélagsins að verkefninu.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson komu á fundinn og kynntu það starf sem framundan er og óskuðu eftir tillögum frá nefndinni.
- a) Rætt um launagreiðslur hjá Vinnuskóla Skagafjarðar.
b) Lagður fyrir og samþykktur samningur við Umf. Tindastól
vegna umhirðu og umsjónar íþróttasvæðis á Sauðárkróki.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,10