Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Starfsáætlun Menningar- og kynningarnefndar
Málsnúmer 0801093Vakta málsnúmer
Rætt um starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2008. Stefnumörkun er í fullum gangi hjá Byggðasafni, Héraðsskjalasafni og Héraðsbókasafni.
Rætt um skjalavistunarverkefni frá Þjóðskjalasafni, um fyrirhugaðan fund varðandi safnasvæðið í Glaumbæ, menningarhúsið Miðgarð og fleira. Ennfremur rætt um stöðu félagsheimilamála.
Í kynningarmálum var rætt um kynningu á sveitarfélaginu sem vænlegum búsetukosti og nýtingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
2.Úthlutun úr Menningarsjóði 2008
Málsnúmer 0801092Vakta málsnúmer
Samþykktar breytingar á 3. grein úthlutunarreglna, þess efnis að aðeins verði auglýst einu sinni á ári eftir styrkjum, í stað þess að úthluta tvisvar.
Sviðsstjóra falið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2008.
3.Leiga á Ljósheimum
Málsnúmer 0801020Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur milli hússtjórnar Ljósheima og Sigrúnar Aadnegaard, dags. 08.01.2008.
Nefndin samþykkir samninginn og óskar Sigrúnu góðs gengis í hennar rekstri.
4.Leiga á Skagaseli
Málsnúmer 0801095Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sigrúnu M. Gunnarsdóttur, dags. 07.01.2008 þar sem hún óskar eftir því að taka við rekstri félagsheimilisins Skagasels.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Sigrúnu með fyrirvara um samþykki meðeigenda Skagasels.
5.Listskreytingasjóður ríkisins: Auglýst eftir umsóknum
Málsnúmer 0801078Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Listskreytingarsjóði Íslands. Sviðsstjóra falið að kanna hvort vænlegt sé að sækja um verkefni í sjóðinn.
Fundi slitið - kl. 15:00.