Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Þjóðskjalasafn - Skráningarverkefni á Sauðárkróki
Málsnúmer 0801050Vakta málsnúmer
Nefndin hóf fundinn í aðstöðu sem Héraðsskjalasafnið hefur komið sér upp við Borgarmýri, þar sem unnið er að skráningu skjala og við innslátt á manntölum. Nefndin skoðaði aðstæður og Unnar Ingvarsson héraðskjalavörður kynnti stöðu verkefnisins. Áhugi er hjá nefndinni á því að efla verkefnið í samráði við Þjóðskjalasafnið á komandi misserum.
2.Fundur Héraðsskjalasafna - framtíðarsýn safnanna
Málsnúmer 0809072Vakta málsnúmer
Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður fór yfir starfsemi Héraðsskjalasafnsins á síðasta ári, safnið er það héraðsskjalasafn á landinu sem flestir gestir heimsækja, en þeir voru yfir 1.300 á síðasta ári.
Unnar sagði frá fundi Héraðsskjalavarða sem fór fram í Stykkishólmi nýverið.
Unnar sagði frá fundi Héraðsskjalavarða sem fór fram í Stykkishólmi nýverið.
3.Listaverk Jóhannesar Geirs - gjöf
Málsnúmer 0807052Vakta málsnúmer
Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður sýndi nefndinni hluta af þeirri gjöf sem Listasafni Skagfirðinga barst á dögunum og inniheldur skissur, málverk og muni úr dánarbúi Jóhannesar Geirs listmálara. Rætt um næstu skref varðandi stefnumótun fyrir Listasafn Skagfirðinga, en með áðurnefndri gjöf hefur listaverkaeign safnsins aukist um u.þ.b. helming. Ákveðið að ræða málið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
4.Skipun í hússtjórn Bifrastar
Málsnúmer 0809075Vakta málsnúmer
Nefndin skipar Ingunni Sigurðardóttur í hússtjórn Bifrastar í stað Hólmfríðar Guðmundsdóttur.
5.Umsókn um ársleyfi
Málsnúmer 0809074Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Nefndin samþykkir að veita Sigríði ársleyfi og ákveður að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
6.Fjárhagsáætlun 2009 - Menningarmál
Málsnúmer 0809073Vakta málsnúmer
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Drög að fjárhagsáætlun verða lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 15:00.