Þjóðskjalasafn - Skráningarverkefni á Sauðárkróki
Málsnúmer 0801050
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 417. fundur - 17.01.2008
Bréf hefur borist frá Þjóðskjalasafni þar sem þökkuð eru jákvæð viðbrögð við því að af hálfu safnsins yrði hleypt af stokkunum skráningarverkefnum á Sauðárkróki sem unnin yrðu innan vébanda Héraðsskjalasafns í umsjón héraðsskjalavarðar. Til greina kemur að vinna tvö verkefni hér ef hentugt húsnæði er fyrir hendi og til staðar er fólk sem getur tekið að sér verkin. Um 6-7 störf yrði að ræða í 2 ár og talsvert geymslurými þarf.Byggðarráð þakkar Þjóðskjalasafninu bréfið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 423. fundur - 21.02.2008
Lögð fram drög að verksamningi á milli Þjóðskjalasafns Íslands og sveitarfélagins um vinnu við rafræna skráningu manntala í manntalsgagnagrunn þess. Samningur þessi er gerður í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um sértækar aðgerðir í atvinnumálum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Á fundinn kom Unnar Ingvarsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og kynnti málið.
Byggðarráð samþykkir fela Unnari að vinna áfram að samningsgerðinni og felur honum að auglýsa eftir starfsfólki til að sinna verkefninu og vísar samningum til umsagnar menningar- og kynningarnefndar. Byggðarráð vill vekja athygli á að samkvæmt framlögðum samningsdrögum fellur umtalsverður kostnaður á sveitarfélagið og það þá orðið beinn fjárhagslegur þátttakandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Áskell Heiðar og Unnar viku síðan af fundi.
Menningar- og kynningarnefnd - 29. fundur - 21.02.2008
Lögð fram drög að samningi milli Þjóðskjalasafns og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skráningarverkefni á Sauðárkróki til tveggja ára. Óskað er eftir því að Héraðsskjalavörður hafi umsjón með verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að héraðsskjalavörður sinni verkefninu og felur sviðsstjóra að vinna að málinu með sveitarstjóra og héraðsskjalaverði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Afgreiðsla 423. fundar byggðarráðs staðfest á 222. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Afgreiðsla 29. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 222. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 33. fundur - 29.09.2008
Nefndin hóf fundinn í aðstöðu sem Héraðsskjalasafnið hefur komið sér upp við Borgarmýri, þar sem unnið er að skráningu skjala og við innslátt á manntölum. Nefndin skoðaði aðstæður og Unnar Ingvarsson héraðskjalavörður kynnti stöðu verkefnisins. Áhugi er hjá nefndinni á því að efla verkefnið í samráði við Þjóðskjalasafnið á komandi misserum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Afgreiðsla 33. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08. með níu atkvæðum.