Menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna
Málsnúmer 0812054Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Safnaráði um skipulag safna.
2.Fjárhagsáætlun 2009 - Menningarmál
Málsnúmer 0809073Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga til lækkunar útgjalda undir lið 05 - menningarmál. Lagt er til að útgjöld til menningarmála lækki um kr. 5.500.000 eða um 5% frá fyrri umræðu. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til Byggðarráðs.
3.Fyrirspurn varðandi félagsheimilið Melsgil
Málsnúmer 0901062Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá hóp sem vinnur að uppbyggingu miðstöðvar um Sturlungaslóð í Skagafirði. Með bréfinu fer hópurinn þess á leit við nefndina að sveitarfélagið láni/leigi hópnum Félagsheimilið Melsgil fyrir miðstöð um Sturlungaslóð og sýningu um viðburði og sögusvið Sturlungaaldar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við hússtjórn Melsgils um málið.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við hússtjórn Melsgils um málið.
4.Kynningarblað 2009
Málsnúmer 0901066Vakta málsnúmer
Rætt um möguleika á því að gefa út kynningarblað á landsvísu um Skagafjörð, líkt og gert var á síðasta ári.
Sviðsstjóra falið að leita tilboða og gera tillögu til nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að leita tilboða og gera tillögu til nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 16:00.