Fara í efni

Fyrirspurn varðandi félagsheimilið Melsgil

Málsnúmer 0901062

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 37. fundur - 21.01.2009

Lagt fram erindi frá hóp sem vinnur að uppbyggingu miðstöðvar um Sturlungaslóð í Skagafirði. Með bréfinu fer hópurinn þess á leit við nefndina að sveitarfélagið láni/leigi hópnum Félagsheimilið Melsgil fyrir miðstöð um Sturlungaslóð og sýningu um viðburði og sögusvið Sturlungaaldar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við hússtjórn Melsgils um málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 37. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 38. fundur - 18.03.2009

Áhugahópur um Sturlungaslóð hefur tekið erindi sitt um að fá afnot af félagsheimilinu Melsgili til endurskoðunar og því verður ekki tekin afstaða til erindisins að svo stöddu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 38. fundar menningar- og kynningarnefndar lögð fram á 245. fundi sveitarstjórnar.