Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

36. fundur 08. desember 2008 kl. 14:30 - 16:30 á Hótel Varmahlíð
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - Menningarmál

Málsnúmer 0809073Vakta málsnúmer

Rætt um fjárhagsáætlun 2009 fyrir menningarliði.

2.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 0812021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að auglýst verði eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð. Viðkomandi aðila yrði gert að reka þar starfssemi í samræmi við það hlutverk sem menningarhúsinu er ætlað með samkomulagi menntamálaráðuneytis og sveitarfélaganna í Skagafirði frá 28.6.2005. Það er að Menningarhúsið Miðgarður verði fyrst og fremst tónlistarhús. Rekstraraðili og meðeigendur munu vinna eftir sameiginlegri stefnumótun um starfssemi Menningarhússins Miðgarðs, þar sem markmið eru sett um dagskrá, markhópa og markaðssetningu hússins.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur formanni og sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs að funda með fulltrúum meðeigenda og undirbúa auglýsingu eftir rekstraraðila.

Fundi slitið - kl. 16:30.