Rekstur Menningarhússins Miðgarðs
Málsnúmer 0812021
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008
Afgreiðsla 36. fundar menningar- og kynningarnefndar 08.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 38. fundur - 18.03.2009
Rætt um opnun Menningarhússins Miðgarðs, en stefnt er að opnun í tengslum við Sæluviku.
Rætt um framtíðarskipulag á rekstri hússins, auglýst var eftir rekstraraðila, þrír aðilar svöruðu auglýsingunni og viðræður við þá standa enn yfir. Ákveðið að boða eigendafund í Miðgarði þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir.
Rætt um framtíðarskipulag á rekstri hússins, auglýst var eftir rekstraraðila, þrír aðilar svöruðu auglýsingunni og viðræður við þá standa enn yfir. Ákveðið að boða eigendafund í Miðgarði þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 27.05.2009
Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps sat þennan lið fundarins. Lagðar fram umsóknir sem bárust eftir að auglýst var eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð í annað sinn.
Alls bárust sjö umsóknir.
Farið var yfir umsóknirnar og ákveðið að boða tvo aðila á eigendafund í Miðgarði, þar sem þeir geta gert nánari grein fyrir sínum umsóknum.
Alls bárust sjö umsóknir.
Farið var yfir umsóknirnar og ákveðið að boða tvo aðila á eigendafund í Miðgarði, þar sem þeir geta gert nánari grein fyrir sínum umsóknum.
Eigendafundir Miðgarðs - 1. fundur - 04.06.2009
Til fundarins var boðað til að ræða við tvo umsækjendur um rekstur Miðgarðs, sem Menningar- og kynningarnefnd ásamt Oddvita Akrahrepps hafði valið úr hópi þeirra sjö sem sendu erindi um málið. Sjá fundargerð 39.
Fyrst mætti Sigurpáll Aðalsteinsson og gerði grein fyrir umsókn sinni og Kristínar Magnúsdóttur og svaraði spurningum eigenda. Þá mætti Sigurður Skagfjörð og kynnti sínar hugmyndir og svaraði spurningum.
Samþykkt var að ganga til samninga við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristínu Magnúsdóttur á grundvelli umsóknar þeirra. Bráðabirgða samningur sem gildir fram til 31. október 2009 en fyrir þann tíma verði gengið frá nýtingaráætlun í samstarfi við sveitarfélögin og aðra eigendur. Þá verður gerður samningur til þriggja ára með ákvæði um endurskoðun haustið 2010 og 2011.
Fyrst mætti Sigurpáll Aðalsteinsson og gerði grein fyrir umsókn sinni og Kristínar Magnúsdóttur og svaraði spurningum eigenda. Þá mætti Sigurður Skagfjörð og kynnti sínar hugmyndir og svaraði spurningum.
Samþykkt var að ganga til samninga við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristínu Magnúsdóttur á grundvelli umsóknar þeirra. Bráðabirgða samningur sem gildir fram til 31. október 2009 en fyrir þann tíma verði gengið frá nýtingaráætlun í samstarfi við sveitarfélögin og aðra eigendur. Þá verður gerður samningur til þriggja ára með ákvæði um endurskoðun haustið 2010 og 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009
Afgreiðsla 39. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 1. eigendafundar Miðgarðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Menningar- og kynningarnefnd - 40. fundur - 17.09.2009
Lögð fram drög að nýtingarstefnu Menningarhússins Miðgarðs sem nefndin samþykkir fyrir sitt leiti. Ákveðið að óska eftir fundi með öðrum eigendum hússins hið fyrsta og leggja nýtingarstefnuna fyrir þá.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 37. fundur - 21.09.2009
Heiðar kynnti drög að nýtingarstefnu fyrir Miðgarð. Rætt um mikilvægi þess að sveitarfélagið nýti húsið vel fyrir hvers kyns viðburði.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur formanni og sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs að funda með fulltrúum meðeigenda og undirbúa auglýsingu eftir rekstraraðila.