Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri Birkilundi sat fundinn undir liðum 1 og 2.
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs
Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer
Farið var yfir fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar, Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2013. Samstarfsnefnd samþykkir áætlunina samhljóða.
2.Flutningur á leikskólanum Birkilundi í Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1111039Vakta málsnúmer
Málið rætt.
3.Náttúrugripasafn Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1209230Vakta málsnúmer
Ágúst upplýsti fundarmenn um að sérfræðingur í varðveislu náttúrugripa ásamt forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra hefðu skoðað náttúrugripasafnið hér og metið. Beðið er eftir skýrslu þeirra um málið. Samþykkt var að taka ákvörðun um framtíð safnsins með hliðsjón af niðurstöðu skýrslunnar.
4.Skólaakstur í út-Blönduhlíð
Málsnúmer 1112271Vakta málsnúmer
Málið rætt.
Fundi slitið - kl. 15:00.