Fjárhagsáætlun fræðslusviðs
Málsnúmer 1212031
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 83. fundur - 10.12.2012
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fræðslunefnd lögð fram. Í samræmi við stefnumörkun sveitarstjórnar er gert ráð fyrir að hagræðing í stofnunum komi fyrst og fremst til framkvæmda í launaliðum með það að markmiði að hlutfall launa af tekjum sveitarfélagsins lækki úr 66,6% á árinu 2011 í 57% í árslok 2014. Ítrekað er að fækkun starfa komi fyrst og fremst til vegna starfsmannaveltu og/eða skipulagsbreytinga. Á það er bent að meðaltalshlutfall launa af tekjum sveitarfélaga er 53-54%. Fræðslunefnd samþykkir fram lagða tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2013 og vísar henni til byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 613. fundur - 12.12.2012
Lögð fram fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir málaflokk 04.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 17. fundur - 20.12.2012
Farið var yfir fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar, Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2013. Samstarfsnefnd samþykkir áætlunina samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013
Fundargerð 17. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.