Fara í efni

Fjárhagsáætlun fræðslusviðs

Málsnúmer 1212031

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 83. fundur - 10.12.2012

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fræðslunefnd lögð fram. Í samræmi við stefnumörkun sveitarstjórnar er gert ráð fyrir að hagræðing í stofnunum komi fyrst og fremst til framkvæmda í launaliðum með það að markmiði að hlutfall launa af tekjum sveitarfélagsins lækki úr 66,6% á árinu 2011 í 57% í árslok 2014. Ítrekað er að fækkun starfa komi fyrst og fremst til vegna starfsmannaveltu og/eða skipulagsbreytinga. Á það er bent að meðaltalshlutfall launa af tekjum sveitarfélaga er 53-54%. Fræðslunefnd samþykkir fram lagða tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2013 og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 613. fundur - 12.12.2012

Lögð fram fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir málaflokk 04.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 17. fundur - 20.12.2012

Farið var yfir fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar, Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2013. Samstarfsnefnd samþykkir áætlunina samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Fundargerð 17. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.