Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

26. fundur 26. ágúst 2014 kl. 14:00 - 17:30 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson fulltrúi Akrahrepps
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Agnar Halldór Gunnarsson oddviti Akrahrepps
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Í upphafi skoðuðu fundarmenn húsnæði leikskólans, íþróttamiðstöðvarinnar og grunnskólans. Freyja Friðbjarnardóttir sat fundinn undir liðum 3 og 4. Steinunn Arnljótsdóttir sat fundinn undir liðum 5 og 6.

1.Kjör formanns samstarfsnefndar

Málsnúmer 1408118Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um Gunnstein Björnsson sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.Verkefni og stofnanir samstarfsnefndar

Málsnúmer 1408119Vakta málsnúmer

Farið var yfir verkefni nefndarinnar sbr. samstarfssamninga sveitarfélaganna.

3.Rekstrarupplýsingar Varmahlíðarskóli og Íþróttamiðstöðvar 2014

Málsnúmer 1408120Vakta málsnúmer

Farið var yfir rekstrartölur fyrstu 6 mánuði ársins. Nefndin gerir ekki athugasemdir við reksturinn. Nefndin tekur vel í að að nota hluta fjármuna á áætlun þessa árs, sem ekki hafa verið nýttir til viðhalds, til kaupa á búnaði. Skólastjóri gerir tillögu til nefndarinnar þar að lútandi.

4.Fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðvar 2015

Málsnúmer 1408121Vakta málsnúmer

Formaður kynnti undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

5.Rekstrarupplýsingar Birkilundur 2014

Málsnúmer 1408122Vakta málsnúmer

Farið var yfir rekstrartölur fyrstu 6 mánuði ársins. Nefndin gerir ekki athugasemdir við reksturinn.

6.Fjárhagsáætlun Birkilundur 2015

Málsnúmer 1408123Vakta málsnúmer

Formaður kynnti undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Agnar Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, óskaði fært til bókar þann vilja sinn að myndir af forvígismönnum um skólabyggingu í Varmahlíð verði hengdar upp að nýju á veggi skólans.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskaði eftir að fá samantekt um feril og stöðu mála vegna áforma um breytinga á húsnæði leikskóla og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 17:30.