Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Stofnlögn Sauðárkróki frá dælustöð að Sauðá
Málsnúmer 1403010Vakta málsnúmer
Skagafjarðarveitur hitaveita. kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá tengibrunni við dælustöð á Sauðármýrum til norðurs að festu skammt austan Sauðárkróksbrautar, nærri brú á Sauðá. Lega lagnarinnar er sýnd á uppdráttum í teikningahefti merktu Hitaveitan á Sauðárkróki Stofnlögn í Sauðármýri Endurnýjun 2014. Nýja lögnin verður foreinangruð stálpípa, DN300 með plastkápu ø450 mm. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf af Atla Gunnari Árnasyni dagsettir 24.02.2014. Erindið samþykkt.
2.Skipulagsstofnun - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi
Málsnúmer 1401287Vakta málsnúmer
Lögð fram frá Skipulagsstofnun lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í lýsingunni er gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu.
3.Hofstaðasel land 179937 - Umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 1402220Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 5. febrúar 2014 óskar Þórólfur Sigjónsson eftir, fh. Selbursta ehf, að skráningu á gamla bænum að Hofsstaðarseli verði breytt. Óskað er eftir að bærinn verði samþykktur og skráður sem safn.
Með vísan til safnalaga 141/2011 getur skipulags- og byggingarnefnd ekki orðið við ofangreindri ósk.
Með vísan til safnalaga 141/2011 getur skipulags- og byggingarnefnd ekki orðið við ofangreindri ósk.
4.Egg - Tilkynning um skógræktarsamning
Málsnúmer 1402213Vakta málsnúmer
Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, fh eigenda lögbýlisins Egg í Hegranesi sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 34 ha svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi gögn móttekin af skipulags- og byggingarfulltrúa 13 febrúar sl. Erindið samþykkt.
5.Bústaðir I lóð - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1402101Vakta málsnúmer
Steindór Búi Sigurbergsson kt 210383-5739 þinglýstur eigandi Bústaða I lóð, (landnr. 218686) óskar hér með eftir leyfi fyrir byggingarreit undir aðstöðuhús á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-03 í verki nr. 75181, dags. 4. febrúar 2014. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Vegagerðar og Minjavarðar. Erindið samþykkt.
6.Reykjarhóll 146061 - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar
Málsnúmer 1403064Vakta málsnúmer
Þórdís Friðbjörnsdóttir kt. 300855-4079 fyrir hönd Varmahlíðarstjórnar kt. 580288-2519 sem er þinglýstur eigandi lóðarinnar Reykjarhóll landnúmer 146061 og Indriði Þór Einarsson kt. 110279-5749 fyrir hönd Skagafjarðarveitu hitaveitu kt. 681212-0350 sem er eigandi mannvirkja með fastanúmerið 214-0615 sem stendur á lóðinni óska staðfestingar skipulags-og byggingarnefndar á afmörkun lóðarinnar. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur gerir grein fyrir stærð og legu lóðar. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 1016 og er hann dagsettur 6. febrúar 2014. Einnig skrifar undir erindið fh. Skógræktarfélags Skagfirðinga kt. 600269-4379, Ragnheiður Guðmundsdóttir kt. 161248-2319. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
7.Hótel Varmahlíð - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402284Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Svanhildar Pálsdóttur kt. 130770-4369 fyrir hönd Gestagangs kt. 410206-0990 um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Hótel Varmahlíð, 560 Varmahlíð, Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 20. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
8.Miðgarður menningarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis
Málsnúmer 1402282Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Gísla Haraldssonar kt. 050285-2949 fyrir hönd Gullengis ehf. Kt. 490112-1380 um endurnýjun rekstrarleyfis til eins árs fyrir Menningarhúsið Miðgarð, 560 Varmahlið. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 20. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
9.Gil land 203243 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402391Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Pálínu Skarphéðinsdóttur kt. 181244-2919 um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Gil, 551 Sauðárkróki. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 27. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
10.Brennigerði - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402390Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Margrétar Stefánsdóttur kt.250142-7069 um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Brennigerði ,551 Sauðárkróki. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 27. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
11.Tunga 145961 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1402344Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Andrésar Helgasonar kt. 270554-2459, dagsett 25. febrúar 2014. Umsókn um leyfi til að breyta útliti íbúðarhúss sem stendur í landi jarðinnar Tungu (145961) í Skagafirði. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Byggingarleyfi veitt 26. febrúar 2014
12.Laugarhvammur (146196)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1312175Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009 sem dagsett er 12. desember 2013. Umsókn um endurbyggingu aðstöðuhúss við sundlaug í landi Laugarhvamms, landnúmer 146196. Byggingarleyfi veitt 7. febrúar 2014.
13.Brautarholt lóð (220945)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1311236Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Svavars Haraldar Stefánssonar kt. 220252-2139 og Ragnheiðar G. Kolbeinsdóttur kt.180857-2739, fh. Brautarholtsbænda ehf. kt. 6504073180 sem dagsett er 17. nóvember 2013. Umsókn um byggingu aðstöðuhúss á landinu Brautarholt lóð, landnúmer 220945. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 19. desember 2013.
14.Marbæli lóð 146564 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1402309Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Hólmfríðar Björnsdóttur kt. 240680-3869, sem dagsett er 14. október 2013. Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á landinu Marbæli lóð, landnúmer 146564. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. mars 2014.
15.Brimnes 146404 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1402326Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Halldórs S. Steingrímssonar kt. 010355-5599, sem dagsett er 14. febrúar 2014. Umsókn um leyfi til að breyta aðstöðuhúsi sem stendur í landi jarðarinnar Brimnes, landnúmer, 146404 í íbúðarhús. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. mars 2014.
Fundi slitið - kl. 10:10.