Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

268. fundur 26. janúar 2015 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvikrjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Lögð er fram breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar . Breytingartillagan sem dagsett er 23. janúar 2015 er unnin af Verkís hf. verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir , í samræmi 2. mgr 30. gr. Skipulagslaga að kynna tillöguna forsendur hennar og umhverfisskýrslu íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

2.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar. Greinargerð og umhverfisskýsla ásamt deiliskipulagstillögu unnið af Verkís hf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir í samræmi 3. mgr 40. gr. Skipulagslaga að kynna tillöguna forsendur hennar og umhverfisskýrslu íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

3.Trúnaðarmál - skipulags- og byggingarnefnd

Málsnúmer 1501260Vakta málsnúmer

SJÁ TRÚNAÐARBÓK

Fundi slitið - kl. 14:00.