Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

281. fundur 22. janúar 2016 kl. 08:30 - 09:20 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - skjólgarður fyrir smábátahöfn.

Málsnúmer 1601210Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingarnnefndar vegna fyrirhugaðrar gerðar skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi uppdráttur er unnin á hafnardeild Vegagerðarinnar ? móttekinn af skipulags- og byggingarfulltrúa 6. janúar 2016. Um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd er að ræða og leggur skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi.

2.Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun

Málsnúmer 1601136Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016 varðandi vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum við eftirfarandi nálgun:
"Að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis og Þjóðskrár skal við það miða að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landssvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreint innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld." Óskað er að sambandinu berist svör fyrir 1. mars n.k.
Á fundi Byggðarráðs 14. janúar sl. var samþykkt að vísa ofangreindu erindi til umsagnar skipulags- og bygginganefndar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa svar.

3.Syðri-Breið 178676 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1601108Vakta málsnúmer

Eiríkur Þór Magnússon kt. 080670-5329 eigandi jarðarinnar Syðri- Breið, (landnúmer 178676 ) sækir um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar fyrir byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði á jörðinni. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrátturinn er nr S 01, dagsettur 5. janúar 2016 . Erindið samþykkt.

4.Varmahlíð - KS - umsókn um staðsetningu olíugeyma

Málsnúmer 1512240Vakta málsnúmer

Hafsteinn Guðmundsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 hf sækir, fh. N1, um
um heimild til að afleggja neðanjarðarbirgðageyma N1 í Varmahlíð og setja 2 ofanjarðargeyma í staðinn, 20 þúsund lítra hvorn. Sótt er um leyfið tímabundið. Fyrir liggja umsagnir heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra. Fallist er á að veita leyfi fyrir ofangreindri framkvæmd gegn því að athugasemdir og ábendingar slökkviliðsstjóra og heilbrigðisfulltrúa verið virtar. Skipulags og byggingarnefnd veitir leyfi tímabundið til 31.janúar 2017.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19

Málsnúmer 1601007FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 19. fundur, haldinn 19. janúar 2016 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.