Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

226. fundur 15. júlí 2011 kl. 08:15 - 09:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Helga Steinarsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stóra-Holt lóð 1 (220306) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1107012Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 eigandi Stóra- Holts í Fljótum óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna 7.960 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Umrædd lóð kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni og er dagsett 30. maí 2011. Landið sem um ræðir verður leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146904. Erindið samþykkt

2.Hóll 145979 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1107011Vakta málsnúmer

Víglundur Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja nýja heimreið á Hóli í Sæmundarhlíð samkvæmt meðfylgjandi hönnunargögnum frá Vegagerðinni og Stoð ehf sem dagsett eru í maí 2011. Erindið samþykkt.

3.Þorljótsstaðir land 1 (220305) Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1107010Vakta málsnúmer

Eigendur Þorljótsstaða í Vesturdal, landnúmer 146252, óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna 10,13 ha lóð úr landi jarðarinnar. Umrædd lóð kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni og er dagsett 18. janúar 2011. Landið sem um ræðir verður leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146252. Erindið samþykkt.

4.Starrastaðir land 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1107006Vakta málsnúmer

María Reykdal eigandi jarðarinnar Starrastaða, landnúmer 146225, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna 5.236 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Umrædd lóð kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni og er dagsett 26. maí 2011. Landið sem um ræðir verður leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbúlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146225. Landspildan fær landnúmer 220303. Erindið samþykkt.

5.Starrastaðir land 1 - Umsókn um byggingarreit og framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1107007Vakta málsnúmer

María Reykdal eigandi jarðarinnar Starrastaða, landnúmer 146225, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar fyrir byggingarreit á landspildu úr landi jarðarinnar. Landspildan er með landnúmer 220303 og er eign Maríu. Þá er einnig óskað eftir heimild til vegalagningar að landspildunni. Umrædd landspilda kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni og er dagsett 26. maí 2011.

Byggingarreitur samþykktur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá erindinu þegar umsögn vegagerðarinnar hefur borist.

6.Skagafjarðarveitur ehf - Umsókn um framkvæmdaleyfi hitaveitul. Fljótum

Málsnúmer 1105222Vakta málsnúmer

Skagafjarðarveitur ehf, Páll Pálsson veitustjóri óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitulagnar frá Langhúsum í Fljótum að frístundahúsum við Hópsvatn í samræmi við uppdrátt nr S-120 sem dagsettur er 21. mars 2011 og er gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Árnasyni verkfræðing. Erindið samþykkt.

7.Brúnastaðir (146789) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1106155Vakta málsnúmer

Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía H. Leifsdóttir Brúnastöðum sækja um leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús í landi jarðarinnar. Á uppdrætti nr. S-01 sem dagsettur er 26. Júní 2011 og gerður er hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni er gerð grein fyrir byggingarreitnum. Erindið samþykkt.

8.Kleifatún 12 - skil á lóð

Málsnúmer 1107051Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Ýr kt. 670688-1279, Björn Fr. Svavarsson, skilar inn til Sveitarfélagsins einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki sem úthlutað var Trésmiðjunni Ýr 24. maí sl. Samþykkt.

9.Iðutún 20 - skil á lóð

Málsnúmer 1107050Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Ýr kt. 670688-1279, Björn Fr. Svavarsson, skilar inn til Sveitarfélagsins einbýlishúsalóðinni nr. 20 við Iðutún á Sauðárkróki sem úthlutað var Trésmiðjunni Ýr 24. maí sl.Samþykkt.

10.Ný skipulagsreglugerð

Málsnúmer 1107047Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið, Sigríður Auður Arnardóttir fh. ráðherra óskar eftir umsögn um fyrirliggjandi drög að Landsskipulagsstefnu sem gert er ráð fyrir að verði hluti nýrrar skipulagsreglugerðar. Óskað er eftir að umsögn fyrir 15 ágúst nk.Lagt fram til kynningar.

11.Lerkihlíð 5 og 7 - Umsókn um stækkun lóða

Málsnúmer 1106079Vakta málsnúmer

Friðrik Ólafsson Lerkihlíð 5 og Knútur Aadnegard Lerkihlíð 7 óska eftir lóðarstækkun , þannig að lóðirnar verði samliggjandi og göngustígur á milli þeirra verði felldur niður. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum við viðkomandi aðila.

12.Kýrholt land-Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1107065Vakta málsnúmer

Steinþór Tryggvason kt. 040850-4499 Kýrholti óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna 1.800 m2 lóð úr landi jarðarinnar. Umrædd lóð kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni og er dagsett 11. júlí 2011. Heiti uppdráttar S01 verknúmer 7585. Landið sem um ræðir verður leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbúlarétturinn og hlunnindi mun áfram fylgja jörðinni Kýrholti sem hefur landnúmer 146413. Erindið samþykkt

13.Skagabyggð - sýslumörk

Málsnúmer 1107058Vakta málsnúmer

Erindi Rafns Sigurbjörnssonar 3. júní 2011 lagt fram. Samþykkt að vinna að málinu í samræmi við tillögur frá Rafni.

14.Minna-Holt lóð (220324) - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1107057Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jónsson bóndi Helgustöðum eigandi Minna-Holts í Fljótum óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna 16.437 m2 lóð úr landi jarðarinnar Minna- Holts. Umrædd lóð kemur fram á afstöðuuppdrætti gerðum af Helga Hafliðasyni arkitekt Stuðlaseli 44 Reykjavík og dagsettur er 11. júlí 2011. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:55.