Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara Skipulags- og byggingarnefndar
Málsnúmer 1807028Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga um Einar E. Einarsson sem formann Skipulags- og byggingarnefndar, Sigríði Regínu Valdimarsdóttur sem varaformann og Álfhildi Leifsdóttur sem ritara. Samþykkt samhljóða. Einar Einarsson tók nú við fundarstjórn.
2.Nautabú (146475) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1806005Vakta málsnúmer
Höskuldur Jensson kt.111168-3509 þinglýstur eigandi jarðarinnar Nautabús, landnúmer 146475 óskar eftir heimild til að stofna 1000 m² byggingarreit í landi jarðarinnar. Staðsetning byggingarreitsins er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782201, útg. 31. maí 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
3.Veðramót - Veðramótsnáma umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1806218Vakta málsnúmer
Magnús Björnsson verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Norðursvæði sækir, fh. Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins vegna 5000 rúmmetra efnistöku úr Veðramótsnámu. Dagsetning umsóknar sem móttekin er hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 20. júní er 15. júní 2018.
Framkvæmmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og fellur þar í flokk C undir lið 2.04.Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
Framkvæmmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og fellur þar í flokk C undir lið 2.04.Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
4.Efri byggð,Ljósleiðari - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1807043Vakta málsnúmer
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins sækir, með erindi dagsettu 15. júní, um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli.
Um er að ræða svæði frá Varmahlíð að Brekku og Víðidal ásamt leiðinni frá Hornhvammi að Kolgröf. Áætlar lagnaleiðir eru samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mílu í mars 2018.Strengur að Brekku og Víðidal mun tengjast núverandi ljósleiðara austan þjóðvegar við Víðimel og verður lagður þaðan í vestur, sunnan við þjóðveginn að Brekku og Víðidal. Ljósleiðari um Efri-byggð verður tengdur núverandi leiðara við Hornhvamm og lagður sunnan Efri-byggðarvegar að Mælifellsá og vestan hans að Kolgröf. Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin.Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
Um er að ræða svæði frá Varmahlíð að Brekku og Víðidal ásamt leiðinni frá Hornhvammi að Kolgröf. Áætlar lagnaleiðir eru samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mílu í mars 2018.Strengur að Brekku og Víðidal mun tengjast núverandi ljósleiðara austan þjóðvegar við Víðimel og verður lagður þaðan í vestur, sunnan við þjóðveginn að Brekku og Víðidal. Ljósleiðari um Efri-byggð verður tengdur núverandi leiðara við Hornhvamm og lagður sunnan Efri-byggðarvegar að Mælifellsá og vestan hans að Kolgröf. Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin.Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
5.Reykjaströnd,Ljósleiðari - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1807045Vakta málsnúmer
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins sækir, með erindi dagsettu 15. júní um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Um er að ræða svæði frá Sauðárkróki að Veðramótum og Reykjum á Reykjaströnd. Áætlaðar lagnaleiðir eru samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mílu í mars 2018.
Á Sauðárkróki verður ljósleiðarinn tengdur núverandi streng við dæluhús Skagafjarðarveitna á Eyrarvegi, þaðan verður hann lagður norðan vegar upp að Gránumóum, yfir Gönguskarðsá og að tengibrunni þaðan sem plægðir verða tveir strengir, annars vegar að Veðramótum og hinsvegar að Reykjum á Reykjaströnd.
Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin. Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
Á Sauðárkróki verður ljósleiðarinn tengdur núverandi streng við dæluhús Skagafjarðarveitna á Eyrarvegi, þaðan verður hann lagður norðan vegar upp að Gránumóum, yfir Gönguskarðsá og að tengibrunni þaðan sem plægðir verða tveir strengir, annars vegar að Veðramótum og hinsvegar að Reykjum á Reykjaströnd.
Ljósleiðarinn verður plægður í jörðu og verður lagt heim að öllum lögheimilum. Öðrum fasteignaeigendum gefst einnig kostur á að tengjast ljósleiðaranum. Þar sem strengurinn mun þvera þjóðveg eða sýsluvegi verður hann boraður eða rekinn undir veginn.
Verkið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. og mun Míla ehf. eiga og reka ljósleiðarakerfið að framkvæmdum loknum.
Vinna við fornleifaskráningu í lagnalínunni er í höndum fornleifafræðinga hjá Byggðasafni Skagafjarðar og er sú vinna langt komin. Stefnt er á að framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2018.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi
6.Víðimelur /Suðurtún 1 - Deiliskipulag
Málsnúmer 1806238Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá N1 hf Dalvegi 10-14 í Kópvogi þar sem óskað er eftir staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar á skipulagslýsingu vegna vinnu við fyrirhugaðrar deilskipulagsgerðar á landinu Víðimelur Suðurtún 1.
Erindinu fylgir yfirlýsing, umboð, þinglýsts eiganda lóðarinnar, Steinunnar Ámundadóttur, til handa N1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar landeigenda að láta vinna deiliskipulag af lóðinni.Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að vinna breytingu á aðalskipulagi vegna þessa.
Erindinu fylgir yfirlýsing, umboð, þinglýsts eiganda lóðarinnar, Steinunnar Ámundadóttur, til handa N1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar landeigenda að láta vinna deiliskipulag af lóðinni.Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að vinna breytingu á aðalskipulagi vegna þessa.
7.Utanverðunes 146400 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer
Heiðbjört Pálsdóttir, kt. 230751-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Utanverðunes, landnúmer 146400 óskar eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 59,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782601 útg. 29. júní 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Tekið er fram í umsókn að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Utanverðunesi, landnr. 146400. Jafnframt er óskað eftir því að fyrirhuguð spilda verði tekin út landbúnaðarnotkun og fái að stofnun lokinni heitið Tjarnarnes. Afgreiðslu frestað.Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að til viðbótar við umsókn verði gerð grein fyrir skiptingu hlunninda.
8.Lóð 66 á Gránumóum - Umsókn um skiptingu lóðar
Málsnúmer 1806234Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 18. júní 2018 óskar Reynir Barðdal eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar um að fá að skipta lóð nr. 66 á Grónumóum upp í þrjár sjáfstæðar eignir. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að óska eftir að umsækjandi komi á fund nefndarinnar og geri nánari grein fyrir umsókn sinni.
9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69
Málsnúmer 1805012FVakta málsnúmer
Fundargerð 69. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 70
Málsnúmer 1806009FVakta málsnúmer
Fundargerð 70. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.