Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

342. fundur 07. mars 2019 kl. 16:00 - 18:30 í Árskóla
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Fundurinn er haldinn sameiginlega af skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis og samgöngunefnd. Fundurinn er upphafsfundur vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag fyrir Sauðárkrókshöfn. Til fundar var boðið hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem starfsemi hafa á og við höfnina.
Fundurinn var vel sóttur og að loknum fróðlegum framsöguerindum og kynningum voru almennar umræður.
Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og góðar og gagnlega ábendingar og tillögur.

Fundi slitið - kl. 18:30.