Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Melatún Sauðárkróki - lóðir
Málsnúmer 1902128Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
Samþykkt hefur verið að hefja þurfi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn. Í samræmi við framangreinda samþykkt liggur fyrir skipulagslýsing, vegna deiliskipulagsvinnu dagsett 25. mars 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Strenglögn Hegranes-Viðvíkursveit - RARIK
Málsnúmer 1903129Vakta málsnúmer
Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
Áætlaður framkvæmdatími verksins er 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd skv. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Áætlaður framkvæmdatími verksins er 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd skv. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
4.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum
Lögð er fram tillaga að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum og kynning á viðbrögðum sem eru í vinnslu, byggt á afgreiðslu nefndarinnar 19. mars 2019. Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Alls bárust 58 umsagnir/ábendingar/athugasemdir. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Flestar snúa að Blöndulínu 3 og eru í aðalatriðum eftirfarandi:
(i) Óskum um að fresta aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3 þar til umhverfismat framkvæmdarinnar liggur fyrir.
(ii) Að umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 og að ekki hafi verið lagt sambærilegt mat á valkosti.
(iii) Ósk um að fá óháðan aðila til að fara yfir forsendur Landsnets á þörf á 220 kV háspennulínu og mat fyrirtækisins á hámarkslengd jarðstrengs.
(iv) Þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
(v) Kröfum um að leggja skuli Blöndulínu 3 sem jarðstreng alla leiðina innan sveitarfélagsins.
(vi) Mótmælum gegn því að byggja Blöndulínu 3.
(vii) Mótmælum um að byggja Blöndulínu 3 með grindarmöstrum.
(viii) Kröfum um að fram fari umhverfismat efnistökusvæða áður en ákvörðun er tekin um aðalskipulagsbreytingu.
Auk þess komu fram athugasemdir gagnvart ýmsum viðfangsefnum sem tekið er á í yfirliti umsagna og athugasemda ásamt viðbrögðum.
Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:
(i) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að sveitarfélagið beri að aðlaga aðalskipulag að kerfisáætlun skv. raforkulögum. Þá hafi nefndin farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra, lagt fram skilmála og stefnu sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins og gert kröfu um jarðstreng í sveitarfélaginu. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins, og því ekki fallist á að fresta breytingu.
(ii) Umhverfisáhrif allra valkosta voru metin á sambærilegan máta. Lagt var mat á áhrif allra valkosta innan sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur lagt til að bæta við upplýsingum um hávaða, raf- og segulsvið frá háspennulínum í umhverfisskýrslu. Niðurstaða þess er m.a. að leggja til breytta legu á jarðstreng í og við Saurbæ og nágrenni. Þá leggur skipulagsnefnd fram frekari skilmála vegna Blöndulínu 3, til að bregðast við athugasemdum.
(iii) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur farið yfir álitsgerð óháðs aðila vegna Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3. Nefndin telur að hún hafi ekki forsendur til að draga þær forsendur sem koma fram í kerfisáætlun 2018-2027 í efa. Nefndin telur engu síður mikilvægt að óska eftir í verkefnaráði Blöndulínu 3, þar sem öll sveitarfélög á línuleiðinni munu eiga fulltrúa, að það láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja.
(iv) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir nægileg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
(v) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að byggt á kerfisáætlun og óháðri álitsgerð á hámarkslengdum jarðstrengja á Norðurlandi sé ekki unnt að leggja Blöndulínu 3 að öllu leyti í jörðu. Skipulagsnefndin leggur hins vegar fram þá skilmála að hluti línunnar fari í jörðu í sveitarfélaginu og að Rangarvallalína og Blöndulína 2 fari allar í jörðu, til að fylgja eftir þeirri stefnu að fjölga ekki loftlínum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
(vi) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur lagt fram fagleg og málefnaleg rök fyrir vali á valkost um Héraðsvatnaleið.
(vii) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3, og hefur því bætt við skilmálum í skipulagsgögnum um slíkt.
(viii) Í aðalskipulagsbreytingu hefur farið fram umhverfismat þeirra efnistökusvæða sem eru talin nauðsynleg fyrir Héraðsvatnaleið. Skipulagsnefnd hefur fækkað efnistökusvæðum frá þeim sem kynnt voru í vinnslutillögu.
Lögð fram tillaga að breyttri legu jarðstrengs, sem tekur til ásýndar, hávaða, raf- og segulssviðs. Með tillögu er tryggt að engin bær eða bústaður sé innan 700 m frá loftlínu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við tillögu og bæta rökstuðning fyrir þau atriði sem óskað er eftir. Jafnframt skuli tillaga að nýrri legu jarðstrengs kynnt þeim hagaðilum sem málið snertir, áður en ákvörðun verður tekin. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til lokaafgreiðslu.
Valdimar Sigmarsson fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram hvað varðar óháða úttekt, bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Lögð er fram tillaga að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum og kynning á viðbrögðum sem eru í vinnslu, byggt á afgreiðslu nefndarinnar 19. mars 2019. Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Alls bárust 58 umsagnir/ábendingar/athugasemdir. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Flestar snúa að Blöndulínu 3 og eru í aðalatriðum eftirfarandi:
(i) Óskum um að fresta aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3 þar til umhverfismat framkvæmdarinnar liggur fyrir.
(ii) Að umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 og að ekki hafi verið lagt sambærilegt mat á valkosti.
(iii) Ósk um að fá óháðan aðila til að fara yfir forsendur Landsnets á þörf á 220 kV háspennulínu og mat fyrirtækisins á hámarkslengd jarðstrengs.
(iv) Þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
(v) Kröfum um að leggja skuli Blöndulínu 3 sem jarðstreng alla leiðina innan sveitarfélagsins.
(vi) Mótmælum gegn því að byggja Blöndulínu 3.
(vii) Mótmælum um að byggja Blöndulínu 3 með grindarmöstrum.
(viii) Kröfum um að fram fari umhverfismat efnistökusvæða áður en ákvörðun er tekin um aðalskipulagsbreytingu.
Auk þess komu fram athugasemdir gagnvart ýmsum viðfangsefnum sem tekið er á í yfirliti umsagna og athugasemda ásamt viðbrögðum.
Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:
(i) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að sveitarfélagið beri að aðlaga aðalskipulag að kerfisáætlun skv. raforkulögum. Þá hafi nefndin farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra, lagt fram skilmála og stefnu sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins og gert kröfu um jarðstreng í sveitarfélaginu. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins, og því ekki fallist á að fresta breytingu.
(ii) Umhverfisáhrif allra valkosta voru metin á sambærilegan máta. Lagt var mat á áhrif allra valkosta innan sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur lagt til að bæta við upplýsingum um hávaða, raf- og segulsvið frá háspennulínum í umhverfisskýrslu. Niðurstaða þess er m.a. að leggja til breytta legu á jarðstreng í og við Saurbæ og nágrenni. Þá leggur skipulagsnefnd fram frekari skilmála vegna Blöndulínu 3, til að bregðast við athugasemdum.
(iii) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur farið yfir álitsgerð óháðs aðila vegna Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3. Nefndin telur að hún hafi ekki forsendur til að draga þær forsendur sem koma fram í kerfisáætlun 2018-2027 í efa. Nefndin telur engu síður mikilvægt að óska eftir í verkefnaráði Blöndulínu 3, þar sem öll sveitarfélög á línuleiðinni munu eiga fulltrúa, að það láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja.
(iv) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir nægileg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
(v) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að byggt á kerfisáætlun og óháðri álitsgerð á hámarkslengdum jarðstrengja á Norðurlandi sé ekki unnt að leggja Blöndulínu 3 að öllu leyti í jörðu. Skipulagsnefndin leggur hins vegar fram þá skilmála að hluti línunnar fari í jörðu í sveitarfélaginu og að Rangarvallalína og Blöndulína 2 fari allar í jörðu, til að fylgja eftir þeirri stefnu að fjölga ekki loftlínum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
(vi) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur lagt fram fagleg og málefnaleg rök fyrir vali á valkost um Héraðsvatnaleið.
(vii) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3, og hefur því bætt við skilmálum í skipulagsgögnum um slíkt.
(viii) Í aðalskipulagsbreytingu hefur farið fram umhverfismat þeirra efnistökusvæða sem eru talin nauðsynleg fyrir Héraðsvatnaleið. Skipulagsnefnd hefur fækkað efnistökusvæðum frá þeim sem kynnt voru í vinnslutillögu.
Lögð fram tillaga að breyttri legu jarðstrengs, sem tekur til ásýndar, hávaða, raf- og segulssviðs. Með tillögu er tryggt að engin bær eða bústaður sé innan 700 m frá loftlínu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við tillögu og bæta rökstuðning fyrir þau atriði sem óskað er eftir. Jafnframt skuli tillaga að nýrri legu jarðstrengs kynnt þeim hagaðilum sem málið snertir, áður en ákvörðun verður tekin. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til lokaafgreiðslu.
Valdimar Sigmarsson fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram hvað varðar óháða úttekt, bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Nafn Jóns Kolbeins Jónssonar og Jóhönnu Ey Harðardóttur var dregið út sem lóðarhafi að Melatúni 6 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkvæmd úthlutunar og úthlutar lóðinni Melatún 6 til Jóns Kolbeins Jónssonar og Jóhönnu Ey Harðardóttur.
Samþykkt að úthluta Guðmundi Loftssyni og Helgu Fanney Salmannsdóttur lóðinni Melatún 4. Þá úthlutar skipulags- og byggingarnefnd lóðinni Melatún 3 til Jóhanns Gunnlaugsson og Kristins Tobíasar Björgvinssonar.