Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

348. fundur 17. maí 2019 kl. 10:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur

Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs.

2.Geirmundarstaðir 1 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1905018Vakta málsnúmer

Linda Björk Valbjörnsdóttir kt. 200192-3709 og Hákon Ingi Stefánsson kt. 151097-2519, þinglýstir eigendur Geirmundarstaða 1 í Sæmundarhlíð, (landnr. 228505), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7611-01, dags. 2. maí 2019.
Skipulags- og byggingnarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.

3.Ljótsstaðir lóð 194809 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 sækir fh. JF hesta ehf. kt. 411111-0670, þinglýsts eiganda iðnaðar- og athafnalóðarinnar Ljótsstaðir lóð, landnúmer 194809 eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit í landi lóðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 709602. Dagsetning uppdráttar 7. maí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir reiðskemmu sem tengist núverandi byggingu. Skipulags- og byggingnarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.

4.Fagraholt - 228176 umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1904198Vakta málsnúmer

Friðrik Andri Atlason kt.100395-3049 og Lilja Dóra Bjarnadóttir kt.180196-2859, þinglýstir eigendur landsins Fagraholts, landnúmer 228176, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit á landinu skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721306. Uppdráttur dagsettur 17. apríl 2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.



5.Gilhagi 146163 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1905109Vakta málsnúmer

Indriði Stefánsson kt.110148-2089 og Hörður Stefánsson kt.050552-2339 þinglýstir eigendur jarðarinnar Gilhagi, landnúmer 146163, óska eftir heimild til að stofna 2,62 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gilhagi 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786001. Dagsetning uppdráttar 10. maí 2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Gilhagi 146164 - Staðfesting landarmerkja

Málsnúmer 1905107Vakta málsnúmer

Undirritaður, Hörður Stefánsson kt.050552-2339 þinglýstur eigandi sumarbústaðarlandsins Gilhagi land, landnúmer 146164 óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786001. Dagsetning uppdráttar 10. maí 2019. Stærð Gilhaga lands skv. mælingu er 1,77 ha. Afstöðuppdráttur er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Fyrir liggur samþykkt þinglýstra eigenda Gilhaga landnr. 146163. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Nátthagi 1-3 - Lóðarmál

Málsnúmer 1904153Vakta málsnúmer

Guðmundur Björn Eyþórsson fjármálastjóri Háskólans á Hólum óskar eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda í Sveitarfélaginu Skagafirði á lóðarmörkum lóðarinnar Nátthagi 1-3 á Hólum. Lóðin er 880 fermetrar með landnúmer 146450. Meðfylgjandi lóðarblað, dagsett 26. mars 2019, unnið hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, gerir grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Sveitarfélagið Skagaströnd - Umsagnarbeiðni vegna aðalskipulags

Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun sf. óskar með tölvubréfi 8. maí sl. eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um verkefnislýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skagastrandar 2019-2031. Verkefnislýsingin er dagsett í apríl 2019, unnin hjá Landmótun sf. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

9.Ásholt - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Ásdís Magnúsdóttir kt. 171043-7199 og Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 eigendur frístundahússins Ásholts í Hjaltadal óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta notkun hússins. Verði húsið skráð íbúðarhús í stað frístundahúss. Húsið uppfyllir skilyrði byggingarreglugerðar sem íbúðarhús. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður af Stefáni A. Magnússyni byggingarfræðingi kt. 130552-2429 dagsettur 8. mars 2009. Erindið samþykkt.

10.Marbæli lóð 188692 - Umsókn um breytta skráningu lóðar.

Málsnúmer 1905086Vakta málsnúmer

Rósa Bergsdóttir kt. 080442-2889 eigandi lóðarinnar Marbæli lóð landnúmer 188692 óskar, með bréfi dagsettu 25. apríl 2019 eftir eftir breyttri skráningu á lóðinni. Lóðin verði skráð í fasteignahluta Þjóðskrár „annað land“ í stað þess að vera skráð sumarhúsaland. Ekkert hús er á lóðinni. Erindið samþykkt.

11.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1701130Vakta málsnúmer

Tillaga að verndarsvæði í byggð, bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 1. mars 2019 til og með 12. apríl 2019.
Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar. Jafnframt er þar að finna elstu húsin á Hofsósi.
Með þessari tillögu vill Sveitarféalgið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

12.Geldingaholt (146028) og Geldingaholt III (222603) - Umsókn um landskipti og stækkun lóðar.

Málsnúmer 1905123Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnlaugsson kt 110481-5439 og Eva Dögg Bergþórsdóttir kt. 280685-2679 þinglýstir eigendur jarðarinnar Geldingaholts (landnr. 146028) og lóðarinnar Geldingaholts III (landnr. 222603), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til eftirfarandi breytinga:

1.Að breyta landamerkjum lóðarinnar Geldingaholt III (landnr. 222603), skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019. Erindinu fylgir einnig skýringauppdráttur nr. S-102 í verki 7162-24, dags. 2. maí, sem sýnir lóðarmörk fyrir breytingu og hvernig staðið er að breytingu á þeim. Breytingin á lóðarmerkjunum gerist þannig, að spildu er skipt úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og eru hún merkt spilda 1 á uppdrætti nr. S-102. Óskað er eftir því að þessi spilda verði leyst úr landbúnaðarnotum, og hún svo sameinuð Geldingaholti III (landnr. 222603).

Hlaða og fjárhús byggð 1955, með fasteignanúmer F2140416, merking 06 0101 og 17 0101, munu tilheyra Geldingaholti III (landnr. 222603) eftir breytinguna.

Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir breytinguna.

2.Að skipta spildu úr landi Geldingaholts (landnr. 146028), og nefna spilduna Geldingaholt 5. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki 7162-24, dags. 2. maí 2019.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geldingaholti (landnr. 146028) eftir landskiptin.

Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

13.Melatún 3 - Lóðarmál

Málsnúmer 1905122Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Kristinn Tobías Björgvinsson kt. 200380-4369 lóðarhafar lóðarinnar nr. 3 við Melatún óska heimildar til að byggja parhús á lóðinni. Einnig er óskað eftir eftir að fá stækkun á lóð til suðurs um 3 metra. Meðfylgjandi afstöðumynd unnin hjá Tnet ehf. af Þorvaldi E. Þorvaldssyni gerir grein fyrir eridinu. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:20.