Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur
Málsnúmer 1905113
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 348. fundur - 17.05.2019
Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019
Erindinu vísað frá 348. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí 2019. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi: "Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn Hrafnshóls ehf. komi á fund byggðarráðs til viðræðu um erindið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn Hrafnshóls ehf. komi á fund byggðarráðs til viðræðu um erindið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 869. fundur - 05.06.2019
Lagt fram bréf dagsett 26. apríl 2019, frá Hrafnshóli ehf., þar sem félagið sækir um lóðina "Freyjugötureit" á Sauðárkróki til að þróa og byggja þar íbúðarhúsnæði á næstu árum. Óskað er eftir að úthlutunin gildi til allt að 10 árum, samkvæmt nánara samkomulagi. Fulltrúar Hrafnshóls ehf., Sigurður Garðarsson og Ómar Guðmundsson komu á fund byggðarráðs til viðræðu ásamt fulltrúum skipulags- og byggingarnefndar, Einari E. Einarssyni og Álfhildi Leifsdóttur auk skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Erni Berndsen.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Hrafnshól ehf. vegna lóðarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Hrafnshól ehf. vegna lóðarinnar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 928. fundur - 02.09.2020
Fulltrúar Hrafnshóls ehf. Ómar Guðmundsson, Friðrik Friðriksson kynntu áform um uppbyggingu íbúða við Freyjugötu auk Sigurðar Garðarssonar sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar sátu fundinn einnig undir þessum dagskrárlið ásamt Rúnari Guðmundssyni skipulagsfulltúa sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningsgerð um uppbyggingu á reitnum við Freyjugötu við Hrafnshól ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningsgerð um uppbyggingu á reitnum við Freyjugötu við Hrafnshól ehf.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 929. fundur - 10.09.2020
Rætt um stöðu mála vegna lóðarúthlutunar á svokölluðum Freyjugötureit.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 930. fundur - 16.09.2020
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 931. fundur - 17.09.2020
Lagður fram samningur ásamt viðaukum, um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu á Sauðárkróki milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og hins vegar Hrafnshóls ehf. 540217-1300 og Nýjatúns ehf., 470219-1220, sem er óhagnaðardrifið leigufélag.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
Skipulags- og byggingarnefnd - 386. fundur - 21.09.2020
Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020.
Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi.
Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020
Málinu vísað frá 631. fundi byggðarráðs dags 17. september 2020 þannig bókað:
"Lagður fram samningur ásamt viðaukum, um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu á Sauðárkróki milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og hins vegar Hrafnshóls ehf. 540217-1300 og Nýjatúns ehf., 470219-1220, sem er óhagnaðardrifið leigufélag. Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lagður fram samningur ásamt viðaukum, um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu á Sauðárkróki milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og hins vegar Hrafnshóls ehf. 540217-1300 og Nýjatúns ehf., 470219-1220, sem er óhagnaðardrifið leigufélag. Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020
Málinu vísað frá 386. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. september 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulag- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til Byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi Byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi
Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulag- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til Byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi Byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi
Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Halldórssyni hrl. að rita bréf til félaganna Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. í samræmi við umræður á fundinum um framvindu mála á svokölluðum Freyjugötureit.
Arnór tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason sat fundinn í hennar stað.
Arnór tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason sat fundinn í hennar stað.
Byggðarráð Skagafjarðar - 51. fundur - 07.06.2023
Sólborg S. Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason tók sæti í hennar stað. Arnór Halldórsson hrl. tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Arnór fór yfir drög að bréfi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.
Byggðarráð samþykkir að Arnór leggi lokahönd á bréfið í samráði við sveitarstjóra og sendi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.
Byggðarráð samþykkir að Arnór leggi lokahönd á bréfið í samráði við sveitarstjóra og sendi til Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf.