Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Sjávarborg II (145955) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer
2.Sætún Hofsósi - fyrirspurn um lóð
Málsnúmer 1910018Vakta málsnúmer
Júlíus Þór Júlíusson kt 160575-4339 sækir f.h. Hoffells ehf. kt. 500118-0670 um lóðirnar nr 1-3 við Sætún á Hofsósi fyrir raðhús. Erindið samþykkt, skipulag- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá skráningu lóðanna.
3.Lóð 16 á Nöfum,Kirkjugarður - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 1909086Vakta málsnúmer
Ingimar Jóhannsson kt. 091049-4149 sækir fyrir hönd Sauðárkrókskirkjugarðs, um stöðuleyfi fyrir tveim 40 feta geymslugámum, sunnan við núverandi aðstöðuhúsi í garðinum. Landnrúmer 218111. Ráðgert er, ef stöðuleyfi fæst, að fjarlægja skúrana sem nú standa við norðurhlið garðsins. Stöðuleyfi samþykkt.
4.Vorboðinn 146186 - Umsókn um breytt nafn á frístundahúsi
Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer
Arnfríður Jónasdóttir kt. 140853-5349 og Kristján Jónasson kt. 190158-6759 þinglýstir eigendur sumarhúss með nafnið Vorboðinn óska eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að breyta nafni bústaðarins og lóðarinnar í Skógarsel. Bústaðurinn er á 1 ha. lóð með landnúmer 146186. Erindið samþykkt.
5.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun
Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer
Endurskoðun aðalskipulags og næstu skref rædd. Lokaundirbúningur vegna íbúafundar. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Meðfylgjandi er afstöðumynd lóðar Sjávarborgar 2a unnin af Sólveigu Olgu, dags. 02.10.2019. Verknúmer 2019-SB21.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er fjöleignahús skráð matshluti 05 og véla/verkfærageymsla skráð matshluti 12 á jörðinni Sjávarborg II.
Yfirferðarréttur að lóðinni verður samkvæmt framangreindum uppdrætti.
Þá er óskað eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg II Landnúmer 145955. Erindið samþykkt.