Skipulags- og byggingarnefnd
1.Grafargerði 146527 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006016Vakta málsnúmer
2.Raftahlíð 31 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006012Vakta málsnúmer
Raftahlíð 31 (143619) - Umsókn um byggingarleyfi. Friðbjörn H. Jónsson kt. 120658-4099 sækir fyrir hönd Sigurjóns Gestssonar 0807443079 með bréfi dagsettu 31. maí sl, um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin fellst í að saga niður úr nyrsta gluggabili á stofuglugga íbúðarinnar að vestanverðu og gera þar dyr út í bakgarðinn. Erindið samþykkt.
3.Gil land 219239 - Umsókn um byggingarleyfi og breytingum
Málsnúmer 1005285Vakta málsnúmer
Gil land 219239 - Umsókn um byggingarleyfi. Sigurjóna Skarphéðinsdóttir 190557-5459 fh. eigenda sækir með bréfi dagsetu 14. maí sl., um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Gil land 219239. Húsið sem um ræðir er í byggingu á lóðinni nr. 8 við Borgarröst samkvæmt samþykkt skipulags-og byggingarnefndar frá 3. mars sl. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir gerðir á Nýju teiknistofunni af Sigurði Einarssyni kt. 140432-4749 og eru þeir dagsettir 17.05.2010. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað
4.Ás 2, land 217667 - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1005275Vakta málsnúmer
Ás 2, land 217667 - Umsókn um nafnleyfi. Ingar Jensen kt. 020955-2369 eigandi jarðarinnar Ás 2 land 217667 sækir með bréfi dagsettu 26. maí sl., um leyfi Skipulags- og bygginganefndar, og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og húsið sem á henni stendur og hefur fasta númerið 232-1306 Prestsbæ. Erindið samþykkt.
5.Kjarvalsstaðir 146471 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1005201Vakta málsnúmer
Kjarvalsstaðir 146471 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 19. maí sl., þá eftirfarandi bókað. "Einar Svavarsson kt. 230362-3279 fh. Öggur ehf. kt 650809-1300 og Víðir Sigurðsson kt. 010776-3419 eigandi Kjarvalsstaða sækja með bréfi dagsettu 18. maí sl., um framkvæmdaleyfi til að koma á fót bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða. Skipulags-og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og mun taka það fyrir að nýju þegar endanleg gögn liggja fyrir." Umbeðin gögn liggja fyrir, erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
6.Kjarvalsstaðir lóð - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1006032Vakta málsnúmer
Kjarvalsstaðir lóð - Umsókn um landskipti . Eyrún Berta Guðmundsdóttir kt. 140578-4019 og Víðir Sigurðsson kt. 010776-3419 þinglýstir eigendur jarðarinnar Kjarvalsstaða í Hjaltadal, Skagafirði landnr. 146471, sækja með bréfi dagsettu 6. júní sl., um með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 15,5 ha. landspildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 18. maí 2010, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169 landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er í verki nr.1018. Lögbýlarétturinn fylgir áfram landnúmerinu 146471. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
7.Gýgjarhóll 145974 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006017Vakta málsnúmer
Gýgjarhóll 145974 - Umsókn um byggingarleyfi. Ingvar Gýgjar Jónsson kt 270330-5689 sækir með bréfi dagsettu 2. maí sl., um leyfi til að breyta útliti íbúðarhússins á jörðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af honum sjálfum dagsettir 2. maí sl. Erindið samþykkt.
8.Brúsabyggð 14(146457) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006076Vakta málsnúmer
9.Birkihlíð 33 (143212) - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1006063Vakta málsnúmer
10.Þakkir í lok kjörtímabils
Málsnúmer 1006028Vakta málsnúmer
Í lok kjörtímabils vill formaður þakka nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar gott samstarf síðatliðin fjögur ár. Nefndarmenn þökkuðu sömuleiðis formanni og starfsmönnum farsælt samstarf.
Fundi slitið.
Grafargerði 146527 - Umsókn um stöðuleyfi. Magnús Bogi Pétursson 050745-7679 eigandi Grafargerðis sækir með bréfi dagsettu 31. maí sl., um leyfi til að koma tímabundið fyrir tveimur gámum í landi Grafargerðis (146527) vegna framkvæmda við endurbætur á íbúðarhúsi. Framlögð afstöðumynd sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna. Erindið samþykkt.