Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil
Málsnúmer 2203234
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022
Vísað frá 390. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29.mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022
Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 3,6 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 3,6 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Skipulags- og byggingarnefnd - 434. fundur - 18.05.2022
Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022
Visað frá 434. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 18. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna með 9 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
"Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki unnin af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulagssvæðið er milli Sæmundarhlíðar og Sauðár og er 5,7 hektarar að stærð. Stutt er frá skipulagssvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæ Sauðárkróks eftir göngustígum. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði en fyrirhugað er að tjaldsvæði á Flæðum víki vegna fyrirhugaðs menningarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna með 9 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Skipulagsnefnd - 2. fundur - 30.06.2022
Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Skipulagsnefnd - 8. fundur - 06.10.2022
Magnús Freyr Gíslason og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir rekstraraðilar veitingastaðarins Sauðár (Lóð 70 við Sauðárhlíð L144009) óska eftir að leitað verði leiða til að koma fyrir 8-10 bílastæðum á samliggjandi lóð þeirra og sveitarfélagsins, þ.e.a.s. innan lóðarinnar og utan lóðar á svæði sveitarfélagsins þar sem þegar er búið að leggja Ecoraster bílaplan.
Skipulagsfulltrúi hefur látið vinna minnisblað hjá Eflu verkfræðistofu um umferðaröryggi á svæðinu í tengslum við deiliskipulagsvinnu við tjaldsvæði í Sauðárgili.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar svæðisins.
Skipulagsfulltrúi hefur látið vinna minnisblað hjá Eflu verkfræðistofu um umferðaröryggi á svæðinu í tengslum við deiliskipulagsvinnu við tjaldsvæði í Sauðárgili.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar svæðisins.
Skipulagsnefnd - 12. fundur - 03.11.2022
Arnar Birgir Ólafsson ásamt Karen Lind Árnadóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynntu drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt hönnuðum að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023
Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, dagssett 19.01.2023, verknúmer DS2203.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna tillögunnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna tillögunnar.
Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023
Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, Sauðárkróki unnin á Teiknistofu Norðurlands dags. 2.11.2023. Stærð skipulagssvæðis er 5,7 hektarar og er svæðið á landnotkunarreitum AF-402, OP-404 og S-401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu, stígakerfi og umgjörð tjaldsvæðis og útivistarsvæðis við Sauðárgil.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Skipulagsnefnd - 41. fundur - 11.01.2024
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024
Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson tóku til máls.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil á Sauðárkróki sem unnin er af Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram stefnu um umgjörð og skipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki ásamt uppbyggingu útivistarsvæðis við Sauðárgil. Fyrirhugað er að núverandi tjaldsvæði á Flæðum víki vegna uppbyggingar menningarhúss. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu með tilliti til umferðaröryggis. Stígakerfi um svæðið er skilgreint og umgjörð útivistarsvæðis við Sauðárgil. Jafnframt eru settir fram skilmálar um umgjörð og skipulag á nýju tjaldsvæði með góðri aðstöðu fyrir ferðavagna og tjöld.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson tóku til máls.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Skipulagsnefnd - 48. fundur - 22.04.2024
Skipulagsnefnd hefur ákveðið að halda kynningarfund vegna deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil og aðalskipulagsbreytingar á Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil, AF-402 þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi, kl. 16:00- 18:00 í Stóra salnum að Sæmundargötu 7A á Sauðárkróki.
Athugasemdafrestur við bæði málin á Skipulagsgáttinni verður framlendur um 2 vikur eða frá 01.05.2024 til og með 16.05.2024.
Tengill á bæði málin á Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar:
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515
Athugasemdafrestur við bæði málin á Skipulagsgáttinni verður framlendur um 2 vikur eða frá 01.05.2024 til og með 16.05.2024.
Tengill á bæði málin á Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar:
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515
Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, mál nr. 516/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 42 umsagnir á auglýsingatímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir fyrirhugað tjaldsvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 42 umsagnir á auglýsingatímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir fyrirhugað tjaldsvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.