Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

190. fundur 16. nóvember 2009 kl. 16:15 - 19:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Einar Einarsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir settu fund og buðu fundarmenn velkomna.

 

Fundurinn er sameiginlegur fundur Umhverfis-og samgöngunefndar og Skipulags-og byggingarnefndar varðandi deiliskipulag Sauðárkrókshafnar. Árni Ragnarsson fór yfir skipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir. Miklar umræður urðu um tillöguna og skoðar Árni hana áfram í ljósi umræðna á fundinum.

 

 

2.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Rætt um rammaskipulagstillögu fyrir Sauðárkróki. Samþykkt að óska eftir við ráðgjafa hjá Alta að þau haldi opinn kynningarfund á rammaskipulagstillögunni nk. mánudag 23. nóvember kl 20.

Fundi slitið - kl. 19:30.