Skipulags- og byggingarnefnd
1.Ás 1 146365 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0910041Vakta málsnúmer
2.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 0910028Vakta málsnúmer
Jón F. Hjartarson kt. 290747-2959 f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sækir með bréfi dagsettu 8. október sl. um byggingar- og stöðu- og byggingarleyfi fyrir efnisgám og frístundahúsi á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nr. 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Framlagður afstöðuuppdráttur móttekin hjá byggingarfulltrúa 8. október sl.. Aðaluppdráttur gerður á Nýju Teiknistofunni af Sigurði Einarssyni. Byggingarstjóri Knútur Aadnegard húsasmíðameistari. Erindið samþykkt.
3.Stekkjarból / Hólkot - Unadal
Málsnúmer 0908003Vakta málsnúmer
Stekkjarból / Hólkot. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20. ágúst sl. Í dag liggur fyrir svar sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 29.september sl. við fyrirspurn skipulags- og byggingarnefndar, þar sem fram kemur að þegar hafi verið leitað sátta í málinu í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um landamerki nr. 41 frá 1919 og að sáttarfundi hafi verið frestað að beiðni landeigenda Stekkjarbóls. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir álit sýslumanns um að framhald málsins sé í höndum eigenda Stekkjarbóls.
4.Reykjarhóll 146879 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.
Málsnúmer 0909136Vakta málsnúmer
Garðar Briem deildarstjóri bygginga og fasteignasviðs RARIK ohf., Bíldshöfða 9 Reykjavík sækir fh. RARIK ohf. með bréfi dagsettu 29. september 2009 um leyfi til að rífa votheysturn með fastanúmerið 214-4311 sem stendur á jörðinni Reykjarhóli í austur-Fljótum, landnr, 146879. Erindið Samþykkt.
5.Grenihlíð 1(143384) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0909125Vakta málsnúmer
Jón Ingi Sigurðsson kt 211059-3119 eigandi Grenihlíðar 1, sækir með bréfi dagsettu 28. september sl., um leyfi til að breyta útliti íbúðarinnar. Breytingin felst í að setja glugga í þvottahúsi á norðurstafn hússins. Erindið samþykkt á grundvelli meðfylgjandi gagna.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Magnús Jónsson kt. 170343-3879, eigandi jarðarinnar Ás 1, landnr. 146365 í Hegranesi sækir hér með bréfi dagsettu 12. október sl. um leyfi til að breyta útliti íbúðarhúss og bílskúrs á jörðinni. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Erindið samþykkt.