Fara í efni

Skipulagsnefnd

54. fundur 06. ágúst 2024 kl. 13:00 - 14:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afturköllun umsóknar Vegagerðarinnar dags. 24.06.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dags. 01.08.2024.
Skipulagsnefnd skilur framangreinda afturköllun svo að hún feli í sér ósk um að byggðarráð afturkalli ákvörðun sína dags. 03.07. 2024. um að veita umrætt framkvæmdarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að afturkalla þá ákvörðun sína.

Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi, sbr. gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 01.08.2024 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmd stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.

Fundi slitið - kl. 14:00.