Fara í efni

Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 46. fundur - 21.03.2024

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun.
Helstu verkþættir eru:
Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3.
Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við
sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95.
Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024

Frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars 2024
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3. Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95. Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Fyrirliggur afturköllun umsóknar dags. 11.03.2024 um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Hofsósi ásamt nýrri umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir verkið dags. 24.06.2024.

Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi en samþykkt var að setja verkefnið á samgönguáætlun á grundvelli umsóknar sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Um er að ræða nýja sjóvörn sem áætlað er að byggja neðan við Suðurbraut á Hofsósi og er lengd hennar áætluð um 150 m. Áætlað er að efni í sjóvörnina verði fengið úr Arnarbergsnámu við Vindheima, þ.e. um 2.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna. Malarfylling í vörnina, um 550 m3, verði fengin úr Grafargerðisnámu.
Aðkoma að verkstað liggur að hluta um verndarsvæði í byggð, skv. gildandi skipulagi sveitarfélagsins en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Aðkoman liggur ekki yfir þekktar fornminjar en skv. upplýsingum frá Minjaverði Norðurlands vestra hefur fornleifaskráning á þessum stað þegar farið fram. Á grasflöt um 10 m suðaustur af Pakkhúsinu er legsteinn nærri slóða sem þar er. Settar verða niður merkingar við legsteininn í samræmi við kröfu minjavarðar áður en verkið hefst.
Ekið verður með efni niður í fjöruna um nefndan slóða sem liggur við Pakkhúsið. Þegar komið er niður á eyrina verður sléttuð akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra á síðustu áratugum. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Engin langtímaáhrif eru talin verða af slóðagerð á eyrinni og líklegt að öll ummerki verði horfin að liðnum einum vetri frá verklokum. Leitast skal við að vanda allan frágang á framkvæmdasvæði.
Þegar komið er út fyrir fyrrgreint verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til að hlífa þessum kafla og halda í ásýnd svæðisin verður lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar á náttúrulegan hátt.
Rétt er að taka fram að sjóvörnin nær ekki inn á svæði sem nýtur svonefndrar hverfisverndar á skipulagi sveitarfélagsins.
Unnt er að nota fjögurra öxla vörubíla til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða um 250.
Áætlaður verktími er um 6 vikur á tímabilinu frá útgáfu framkvæmdarleyfis til 30. október 2024.
Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Óskað er eftir að sveitarfélagið staðfesti að Vegagerðin hafi heimild til að ráðast í ofangreindar framkvæmdir sem eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
Meðfylgjandi eru teikningar nr. B-10389-95 sem sýna staðsetningu fyrirhugaðrar framkvæmdar, fyrirhugað framkvæmdasvæði og aðkomuleið til og frá því.

Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða afturköllun fyrri umsóknar um framkvæmdarleyfi dags. 11.03.2024.

Skiplagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni svo sem henni er lýst í nýju umsókninni frá Vegagerðinni dags. 24.06.2024.