Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

3. fundur 10. nóvember 2014 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson varaform.
  • Gunnar Rögnvaldsson ritari
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson ritari
Dagskrá

1.Tilnefning nýrrar stjórnar

Málsnúmer 1602083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Ásta Pálmadóttir setti fundinn og bauð fundarmen velkomna. Þetta er fyrsti fundur eftir kosningar. Hún gerði tillögu að verkaskiptingu stjórnar.

Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
Arnór Gunnarsson formaður
Gunnar Rögnvaldson ritar
Aðrir í stjórn: Ásdísi Sigurjónsdóttir og Björg Baldursdóttir.
Tillagan var samþykkt samhljóða. Þórdís tók við fundarstjórn og sveitarstjóri vék af fundi.,

2.Umsókn um rekstaraðstoð

Málsnúmer 1602081Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn frá rekstraraðilum Menningarhússins Miðgarðs, dags. 5. nov 2014.
Erindið fjallar um löngun rekstraraðila til að halda Stefánsstofu í Miðgarði opinni yfir sumarmánuðina um helgar og nýta það glæsilega hús og útsýni sem þar er, á fallegum sumarkvöldum. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun og frekari útfærsla á verkefninu.

Búnaður 500.000 kr
Auglýsingar 100.000 kr
Starfsmannahald 402.000 kr.

Reiknað er með helgaropnun og stílað á þann fjöld ferðamanna sem dvelur í Skagafirði ásamt heimamönnum.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 300.000 kr.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarsetur Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.

Fundi slitið.