Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

3. fundur 14. júlí 2015 kl. 14:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Gunnar Rögnvaldsson ritari
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varam.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson ritari
Dagskrá
Fundarstjóri og formaður bauð fundarmenn velkomna. Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi sat einnig fundinn.

1.Umsókn Gestagangs ehf vegna breytinga á Hótel Varmahlíð

Málsnúmer 1602095Vakta málsnúmer

Byggingafulltrúi kynnti uppdrætti af framkvæmdum og núverandi skipulagi.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð samþykkir að vísa erindi Gestagangs ehf. til skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til skipulagslegrar meðferðar. Jafnframt tekur nefndin skynsamlegt að taka svæðið austan Laugavegar til skipulagsmeðferðar samhliða en nefndin telur þó mikilvægt að sú vinna tefji ekki erindi Gestagangs ehf og afgreiðslu á því.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarseturs Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.

Fundi slitið.