Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
1.Reikningar félagsins
Málsnúmer 1101168Vakta málsnúmer
2.Erindi frá KOM bókhaldsþjónustu
Málsnúmer 1101170Vakta málsnúmer
Erindi frá bókhaldsþjónustunni KOM þar sem þau Margrét og Kári eru tilbúin að taka að sér bókhald félagins áfram fyrir kr. 20.000 hækkun á ári, samtals kr. 130.000 á ári. Samþykkt að ganga að þeim kjörum til næstu tveggja ára.
3.Lóðaleigugjald.
Málsnúmer 1101171Vakta málsnúmer
Formaður lagði fram bréf frá ISSS- húsum þar sem farið er fram á niðurfellingu eða frestun á greiðslu lóðagjalda. Bréfið er undirritað af Sigurði Sigfússyni Vík og dagsett 20. febrúar 2008. Samþykkt að bjóða ISSS-húsum greiðsludreifingu á lóðaleiguskuld s.k. bókun fundar 3. febrúar 2009, jafnar greiðslur til áramóta 2010
4.Gjafabréf/Minnjasafn Kristjáns Runólfssonar
Málsnúmer 1011177Vakta málsnúmer
Formaður las bréf frá Hjalta Pálssyni þar sem hann þakkar 1.000.000 króna styrk til kaupa á minjasafni Kristjáns Runólfssonar. Fram kom í bréfinu að safnið verður síðan afhent Byggðarsafninu í Glaumbæ og þá gerð grein fyrir styrktaraðilum.
5.Leikskólinn Birkilundur - þakkarbréf
Málsnúmer 1101172Vakta málsnúmer
Formaður las myndskreytt þakkarbréf frá leikskólanum Birkilundi þar sem þakkað er fyrir einingakubba sem leikskólinn keypti fyrir styrk frá sjóðnum á 10 ára afmæli leikskólans, samtals 100.000 krónur
Fundi slitið.
Formaður lagði fram endurskoðaða ársreikninga 2008 og kynnti helstu niðurstöður. Númer í sjóðaskrá 1467.
Rekstrarreikningur 2008
Tekjur kr. 1.581.690,-
Gjöld kr. 1.802.624,-
Afkoma fyrir fjármagnst. og gjöld kr. -220.934,-
Fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld kr. 143.459,-
Niðurstaða rekstrar ? tap kr. 77.475,-
Efnahagsreikningur 31.12.2008
Eigið fé kr. 44.339.286,-
Skuldir kr. 1.902,-
Skuldir og eigið fé alls kr. 44.341.188,-
Aðrar upplýsingar í ársreikningi 2008. Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða og síðan undirritaðir.