Fara í efni

Gjafabréf/Minnjasafn Kristjáns Runólfssonar

Málsnúmer 1011177

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 30.06.2009

Formaður las bréf frá Hjalta Pálssyni þar sem hann þakkar 1.000.000 króna styrk til kaupa á minjasafni Kristjáns Runólfssonar. Fram kom í bréfinu að safnið verður síðan afhent Byggðarsafninu í Glaumbæ og þá gerð grein fyrir styrktaraðilum.

Menningar- og kynningarnefnd - 51. fundur - 09.03.2011

Lagt fram til kynningar gjafabréf frá Hjalta Pálssyni þar sem hann afhendir Byggðasafni Skagfirðinga til eignar og varðveislu muni sem áður voru í eigu Kristjáns Runólfssonar.

Nefndin vill færa Hjalta bestu þakkir fyrir hans hlut í því að koma áðurnefndum munum aftur til varðveislu í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 51. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum