Sveitarstjórn Skagafjarðar
Dagskrá
1.Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð
Málsnúmer 2402245Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið kom Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði til fundarins og kynnti gögn fyrirhugaðs útboðs á fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út í opnu útboði á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveinn Þ Finser Úlfarsson kvaddi sér hljóðs
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út í opnu útboði á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveinn Þ Finser Úlfarsson kvaddi sér hljóðs
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
2.Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Málsnúmer 2402229Vakta málsnúmer
Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar 12. janúar 2024. Alls bárust 7 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust.
Eftir ítarlegt mat og viðtöl er sameiginlegt mat þeirra sem komu að ráðningarferlinu að enginn þeirra umsækjanda sem eftir standa uppfylli nægilega vel þær kröfur um menntun eða reynslu sem gerðar eru til stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er því lagt til að staðan verði auglýst að nýju þar sem lögð verður ríkari áhersla á bæði menntun og reynslu á sviði lögfræði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði auglýst laus til umsóknar að nýju.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Eftir ítarlegt mat og viðtöl er sameiginlegt mat þeirra sem komu að ráðningarferlinu að enginn þeirra umsækjanda sem eftir standa uppfylli nægilega vel þær kröfur um menntun eða reynslu sem gerðar eru til stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er því lagt til að staðan verði auglýst að nýju þar sem lögð verður ríkari áhersla á bæði menntun og reynslu á sviði lögfræði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði auglýst laus til umsóknar að nýju.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
3.Staða sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs
Málsnúmer 2402230Vakta málsnúmer
Staða sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar 12. janúar 2024. Alls bárust 6 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust. Eftir ítarlegt mat og þrjú viðtöl er sameiginlegt mat þeirra sem komu að ráðningarferlinu að Hjörvar Halldórsson, verksmiðjustjóri hjá Steinull hf. sé hæfastur til að gegna starfi sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Hjörvar Halldórsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Hjörvar Halldórsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 16:05.
2402245 - Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð.
2402229 - Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs
2402230 - Staða sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Samþykkt samhljóða.