Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 117 - 29.04.2003
Fundur 117 - 29.04.2003
Ár 2003, þriðjudaginn 29. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir
a) Byggðarráð 25. apríl
b) Fræðslu- og menningarnefnd 16. og 22. apríl
c) Skipulags- og bygginganefnd 23. apríl
d) Umhverfisnefnd 15. apríl
2. Nýjar reglur Sveitarfél. Skagafjarðar um húsnæðismál
3. Bréf og kynntar fundargerðir
.
AFGREIÐSLUR:
1. Fundargerðir:
a) Byggðarráð 25. apríl
Dagskrá:
1. Hótel Varmahlíð ehf, hluthafafundur 25 apr. 2003
2. Menningarhús í Skagafirði. Tillaga Skagfirðinga.
3. Fundarboð. Aðalfundur Fjölnets hf fyrir árið 2002
4. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
5. Samningur um leigu á landi við Kolkuós.
6. Ráðningarsamningur og starfslýsing æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
7. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi.
8. Erindi frá Invest um kynningarfund.
9. Heimild til töku láns til skuldbreytinga.
10. Yfirlit yfir áætluð framlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2003.
11. Fundargerð hluthafafundar í Sjávarleðri ehf.
12. Ársuppgjör Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21.
13. Erindi frá Hótel Tindastóli. Áður á dagskrá 14. mars sl.
14. Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003.
15. Niðurfelling gjalda.
16. Bréf og kynntar fundargerðir:
a. Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b. Tilkynning um 11. ársþing SSNV.
c. Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2003.
d. 63. fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga – ályktanir.
e. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna stjórna heilbrigðisstofnana.
f. Heimasíða Hafnarsambands sveitarfélaga.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Hann gerði sérstaklega grein fyrir breytingum sem gerðar hafa verið á samningi þeim, sem fjallað er um í 5. lið fundargerðarinnar.
Við lið 3.4 í samningnum bætist: “Leigutaki sér um viðhald þeirra girðinga meðan á leigutíma stendur.”
4.1. Leigutíminn hefst þann XX 2003 og lýkur XX árið 2058 (55 ár).
4.4. … þegar liðin eru 3 ár frá upphafstíma…
4.5. verði svo: Hefji leigutaki starfsemi á hinu leigða landi sem samrýmist ekki ákvæðum greinar 2.4 í samningi þessum og án skriflegs samnings við leigusala, er leigusala heimilt að segja upp samningnum með 12 mánaða fyrirvara.
11. gr. … skipulagshugmyndir svæðisins ..
Dagsetning: Sauðárkróki, XX maí 2003.
Síðan bar Gísli upp svohljóðandi tillögu:
#GLSveitarstjórn svf. Skagafjörður samþykkir fyrir sitt leyti leigusamninginn um land í Kolkuósslandi með áorðnum breytingum, með þeim fyrirvara að aðrir leigusalar samþykki hann einnig.
Leigutaki er Sjálfseignarstofnunin Kolkuós, en leigusalar, auk svf. Skagafjörður, eru Haflína Björnsdóttir, Kristín Sigurmonsdóttir, Rut Sigurmonsdóttir, Margrét Sigurmonsdóttir og Hartmann Ásgrímsson.”
Þá tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson og leggur fram eftirfarandi bókun varðandi lið 16 e. í fundargerðinni:
“Undirritaður harmar þá aðför að heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, sem staðfest er með bréfi frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um að stjórnir heilbrigðisstofnana verði lagðar niður. Með þessu eru möguleikar einstakra byggðarlaga til að láta sig varða rekstur og þjónustu sinna heilbrigðisstofnana stórlega skertir. Mótmæli og athugasemdir við að stjórnir heilbrigðisstofnana yrðu lagðar niður bárust víða að, ekki síst af landsbyggðinni og frá stjórnum og starfsfólki heilbrigðisstofnana.
Það olli því vonbrigðum að í þeirri umsögn, sem barst frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, var mælt með því að stjórnir heilbrigðisstofnana væru lagðar niður. Það hefði verið við hæfi að framkvæmdastjóri stofnunarinnar ætti samráð við stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar og sveitarfélögin um mál, sem snertir búsetuhagsmuni okkar svo mjög, áður en slík umsögn var afgreidd.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og leggur fram svofellda tillögu v. liðar nr. 3:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn, sem sjá sér fært að sækja aðalfund Fjölnets þann 2. maí n.k. fyrir árið 2002, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista.
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, síðan Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram tillögu v. 4. liðar:
“Undirritaður leggur til að lið 4, Verðkönnun á rekstrarvörum, verði vísað til byggðarráðs þar sem eingöngu er um verðkönnun að ræða.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þá leggur Gunnar Bragi fram tillögu v. 5. liðar fundargerðar:
“Undirrituð leggja til að staðfestingu samningsins verði frestað og byggðarráði verði falið að ræða við forsvarsmenn Handtaks ehf um kaup á umræddu landi.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Gunnar Bragi leggur einnig fram bókun v. liðar 16 e.
“Undirritaður mótmælir því að Bjarni Jónsson skuli reyna að nýta sveitarstjórnarfund sem vettvang í kosningabaráttu vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs fyrir Alþingiskosningar.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, þá Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
“Ég lýsi furðu yfir þeirri léttúð og skeytingarleysi sem fulltrúi Framsóknarflokks, Gunnar Bragi Sveinsson, sýnir málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og því að stjórn hennar sé lögð niður eins og kemur fram í bréfi frá ráðherra, sem liggur fyrir þessum fundi. Það lýsir pólitískum undirlægjuhætti að ekki megi bregðast við bréfi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Sú þögn, sem farið er fram á í þessu máli, markast væntanlega af því að heilbrigðisráðherra kemur úr röðum framsóknarmanna.”
Því næst kvaddi Gísli Gunnarsson sér hljóðs, þá Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson. – Fleiri ekki.
Tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur v. 3. liðar borin upp og samþykkt samhljóða.
Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar v. 4. liðar borin upp og felld með 4 atkv. gegn 3.
- Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Maronsson óska bókað að þau sitji hjá.
Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar, Þórdísar Friðbjörnsdóttur og Einars E. Einarssonar v. 5. liðar borin upp og felld með 5 atkv. gegn 3.
Tillaga meirihluta sveitarstjórnar vegna liðar nr. 5 borin upp og samþ. með 6 atkv. gegn 3.
Gunnar Bragi Sveinsson kveður sér hér hljóðs og flytur svofellda bókun v. 5. liðar:
“Undirritaðir fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar harma þá ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar að samþykkja samning um leigu á landi sveitarfélagsins við Kolkuós þrátt fyrir að alvarlegar athugasemdir séu gerðar við samninginn í áliti lögmanns sveitarfélagsins. Af áliti lögmannsins má ráða að samningurinn brjóti í bága við hagsmuni sveitarfélagsins í veigamiklum atriðum. Möguleikar Skagafjarðar til uppbyggingar stærri hafnsækinna iðnfyrirtækja eru settir í alvarlegt uppnám í þágu óljósra hugmynda. Þá vekur athygli að meirihlutinn skuli ekki sjá ástæðu til að sinna framkominni ósk um kaup á umræddu landi. Meirihluti sveitarstjórnar hefur ítrekað sýnt áhugaleysi sitt á uppbyggingu annarrar atvinnu en þeirri er þóknast Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Áhrif VG á Skagfirskt atvinnu- og mannlíf mun reynast Skagfirðingum dýrkeypt í framtíðinni. Ábyrgð þeirra sem það styðja er mikil.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Þá tekur Gísli Gunnarsson til máls og leggur fram svofellda bókun meirihlutans v. 5. liðar:
“Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 13. mars sl. var erindi frá sjálfseignarstofnuninni Kolkuós tekið fyrir og tók nefndin samhljóða jákvætt í erindið. Við gerð leigusamningsins var tekið tillit til fyrirvara nefndarinnar varðandi aðalskipulagstillögur.
Sveitarfélagið Skagafjörður er aðeins einn aðili af fleirum sem eru leigusalar samkvæmt samningnum, en hvorki húseignir né stór hluti af hinu leigða landi er í eigu sveitarfélagsins.
Meirihluti sveitarstjórnar telur óeðlilegt að sveitarfélagið standi í vegi fyrir slíkum samningi og styður þær hugmyndir um stórfellda uppbyggingu svæðisins eins og fram kemur hjá Kolkuós ses.
Á landi sveitarfélagsins, sem hér um ræðir, er ekki gert ráð fyrir iðnaðarlóðum, hafnaraðstöðu eða urðunarsvæði samkvæmt skipulagstillögum.”
14. liður fundargerðar: Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003 borinn upp sérstaklega og samþ. samhljóða. Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
b) Fræðslu- og menningarnefnd 16. apríl
Dagskrá:
1. Skólamál
Beiðni um skólavistun frá foreldrum Hofsstaðaseli, dags. 20.03.2003Frestað frá fundi 27. mars
2. Önnur mál
Fræðslu- og menningarnefnd 22. apríl
Dagskrá:
1. Menningarmál.
2. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir kynnir fundargerðirnar. Þórdís Friðbjörnsdóttir kveður sér hljóðs, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir. Fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Skipulags- og byggingarnefnd 23. apríl
Dagskrá:
1. Glaumbær, Prestsbústaður – byggingarleyfi
2. Hátún II – Umsókn um landskipti
3. Smáragrund 15 – Stefán Pedersen
4. Fellstún 19 - setlaug
5. Furulundur 6 Varmahlíð - setlaug
6. Íþróttaleikvangurinn á Sauðárkróki – tækjageymsla
7. Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnir fundargerð. Gísli Gunnarsson tekur til máls, þá Bjarni Maronsson. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar.
d) Umhverfisnefnd 15. apríl
Dagskrá:
1. Dagur umhverfisins
2. Önnur mál
Gísli Gunnarsson skýrir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2. Nýjar reglur Sveitarfél. Skagafjarðar um húsnæðismál
Gísli Gunnarsson fer yfir reglurnar. Til máls tók Katrín María Andrésdóttir.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
3. Bréf og kynntar fundargerðir
Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 19,30.
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari