Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

147. fundur 24. september 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 147 - 24.09.2004

 
 
Ár 2004, föstudaginn 24. september, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1400
            Mætt voru:  Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.
 
            Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
Dagskrá:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 14. og 21. sept.
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. og 21. sept.
c)      Félags- og tómstundanefnd 13. sept.
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 14. sept.
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 9. sept.
f)        Umhverfisnefnd 9. sept.
 
2.  Tilnefning fulltrúa í Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga
 
3.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Almannavarnir Skagafjarðar 14. sept.
b)      Stjórn Menningarseturs Varmahlíðar 8. sept.
c)      Skagafjarðarveitur 13. sept.           
 
Afgreiðslur:
 
1.  Fundargerðir
 
a)  Byggðarráð 14. sept.
Dagskrá:
1.      Framkvæmdastjóri Elements ehf., Jóhann Kristjánsson kemur til fundar
2.      Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
3.      Erindi vegna úthlutunar 57 þorskígildistonna byggðakvóta
4.      Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis vegna árlegs fundar
5.      Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi uppsögn samnings um Geymsluna
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 21. sept.
Dagskrá:
1.      Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kemur til fundar
2.      Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kemur til fundar.
3.      Erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd.
4.      Yfirlit yfir rekstur fyrstu átta mánuði ársins.
5.      Eignasjóður
a)      Erindi frá Jóni Ormari Ormssyni.
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá 21
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 17. sept.
Dagskrá:
1.      Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
2.      Könnun á starfskjörum fólks í mismunandi atvinnugreinum innan sveitarfélagsins.
3.      Nýbyggingar og hækkun á fasteignaverði á Sauðárkróki.
4.      Opnun heilsárs upplýsingamiðstöðvar fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Stefnumót við ferðaþjónustuaðila. Tilnefning fulltrúa í fagráð.
5.      100 ára afmæli fyrsta skíðamóts á Íslandi, sem haldið var í Barðshyrnu í Fljótum. Erindi frá Trausta Sveinssyni.
6.      Önnur mál.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd 21. sept.
Dagskrá:
1.      Samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur um rannsóknir á nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu og fleiri nota í Skagafirði. Sigrún Alda formaður veitustjórnar og Páll veitustjóri koma á fundinn.
2.      Hugmyndir um uppbyggingu á leiðsögunámi í flúðasiglingum. Magnús Sigmundsson frá Ævintýraferðum kemur á fundinn.
3.      Kortlagning göngu og reiðleiða á Tröllaskaga og víðar – samstarf við önnur sveitarfélög á svæðinu.
4.      Heilsárs upplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra í Skagafirði.
5.      Beiðni um styrk varðandi gerð viðskiptaáætlunar.
6.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðirnar. Til máls tók Sigurður Árnason og leggur fram svofellda bókun:
“Við undirritaðir fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar styðjum það að skoðuð verði nýting jarðvarma í Skagafirði til raforkuframleiðslu. Ef þessi aðferð reynist hagkvæm getur sú orka, sem til verður, orðið góð viðbót við þá orku sem býr í fallvötnun Skagafjarðar.”
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Sigurður Árnason
Síðan kvöddu sér hljóðs Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson og Bjarni Jónsson.
Ekki tóku fleiri til máls.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 13. sept.
Dagskrá:
Íþróttamál
1.      Skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð  sundlaugar á Sauðárkr.
2.      Skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðs­setningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
3.      Rekstur íþróttamannvirkja
4.      Rekstrarstaða íþróttamála 31.8.2004
Félagsmál
5.      Trúnaðarmál
6.      Rekstrarstaða félagsmála 31.8.2004
Önnur mál
7.      Verkefnalisti nefndarinnar fram til áramóta
Ásdís Guðmundsdóttir skýrir fundagerð Félags- og tómstundanefndar. Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, þá Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, ekki fleiri.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 5. liðar.
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 14. sept.
Dagskrá:
Skólamál - Leikskóli
1.   Erindi frá Guðbjörgu Jóhannesdóttur og Sigurði Páli Haukssyni varðandi leikskóladeild að Ægisstíg 7, dags. 23. ágúst 2004.
2.   Erindi frá foreldrafélagi leikskólans Brúsabæjar varðandi sumarlokun, dags. 26. ágúst 2004.
3.   Sumarlokanir leikskóla.
4.   Árvist, samþykkt Byggðarráðs frá 25.8.2004.
5.   Staða rekstrar 04.
6.   Önnur mál
Menningarmál:
7.      Erindi frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga varðandi stofnun ljósmyndadeildar við safnið, dags. 9. sept. 2004.
8.      Erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga vegna fornleifadeildar.
9.      Fyrirhugaðir tónleikar með lögum Erlu Þorsteinsdóttur.
10.  Beiðni um fjárstyrk frá Guðspekifélaginu dags. 15.4.2004.
11.  Önnur mál
Sigurður Árnason kynnir fundargerð. Til máls taka Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 9. sept.
Dagskrá:
1.      Hvannahlíð 9, Sauðárkróki – bygging bílgeymslu
2.      Heiði í Gönguskörðum – endurbygging gripahúsa
3.      Syðra Vallholt – bygging sólstofu
4.      Lambanes í Fljótum – frístundarhús – Hermann Jónsson
5.      Ábær, Sauðárkróki, verðskilti.
6.      Hótel Varmahlíð – umsögn um vínveitingarleyfi
7.      Aðalskipulag Skagafjarðar
8.      Önnur mál.
      Stórhóll í Tungusveit
Bjarni Maronsson kynnti þessa fundargerð. Síðan lagði hann fram eftirfarandi tillögu:
“Undirritaður leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á kafla 6.3.10, Veitur og virkjanir í þriðju tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016:
6.3.10.  Veitur og virkjanir
1.      Óbreytt.
2.      Gert verði ráð fyrir Skatastaðavirkjun með veitu frá Vestari-Jökulsá og ám milli Jökulsánna og veitugöngum í Sveitarfélaginu Skagafirði að stöðvarhúsi við Skatastaði í Akrahreppi.
3.      Gert verði ráð fyrir vatnsaflsvirkjun við Villinganes. Í samræmi við umhverfismat verði gerðar nauðsynlegar rannsóknir á áhrifum virkjunar á lífríki Héraðsvatna neðan virkjunar, með það að markmiði að geta brugðist við neikvæðum áhrifum hennar. Gerð verði áætlun um varnir gegn landrofi við bakka og ósa Héraðsvatna.
Samhliða þarf að kanna með hvaða hætti væri unnt að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum virkjana á flúðasiglingar og ferða­þjónustu í Skagafirði.”
(Sjá markmið 5.2.6)
Annar texti óbreyttur en tölusetning eftirkomandi liða færist upp.
 
Greinargerð:
Þrátt fyrir góða samstöðu um þær tillögur sem fyrir liggja að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016, hefur verið töluverður áherslumunur milli þeirra framboða sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn og einnig milli einstakra sveitar­stjórnarfulltrúa um hvernig skipulagi virkjunarsvæða við Jökulsár eystri og vestari og Héraðsvötn skuli háttað. Farin var sú leið að gera tillögu um frestun á skipulagi þessara svæða um allt að 4 ár. Með tilliti til þeirrar umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu um atvinnuuppbyggingu og mögulega iðnaðarkosti á Norðurlandi, telur undirritaður það þjóna betur hagsmunum Skagfirðinga að gert verði í skipulagi ráð fyrir virkjunum á vatnasvæðum Jökulsánna og Héraðsvatna en fresta skipulagi á þessum svæðum. Einnig skal bent á að í skipulagstexta kemur fram sú stefnumörkun að “Jarðhiti og orka fallvatna verði nýtt til hagsbóta fyrir fyrirtæki og heimili í héraðinu.” Um þessa stefnu hefur ekki verið ágreiningur.”
 
Gísli Gunnarsson tekur því næst til máls og leggur til að umræðum og afgreiðslu tillögu Bjarna Maronssonar verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
Tillaga Gísli Gunnarsson borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúar Framsóknarflokksins óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
f)   Umhverfisnefnd 9. sept.
Dagskrá:
1.      Meðferð á heyrúllu- og baggaplasti.
2.      Fundur um friðlýsingu Austara Eylendis, sem haldinn var 3. ágúst sl.
3.      Fráveitumál á Eyrinni.
4.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Til máls tóku Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson. Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.  Tilnefning fulltrúa í Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls um þennan lið. Lagði hann til að sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs, Gunnar Sandholt, yrði tilnefndur. Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs og benti á að samkv. lögum skuli tilnefna  sveitarstjórnarmenn í þessa nefnd.
Gísli Gunnarsson lagði til að afgreiðslu þessa liðar yrði frestað. Var það samþykkt samhljóða.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
d)      Almannavarnir Skagafjarðar 14. sept.
e)      Stjórn Menningarseturs Varmahlíðar 8. sept.
f)        Skagafjarðarveitur 13. sept.           
Gísli Gunnarsson og Sigurður Árnason tóku til máls varðandi fundargerð Stjórnar Menningarseturs Vhl. og Bjarni Jónsson ræddi um fundargerð Skagafjarðar­veitna. Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs varðandi fundarg. Stjórnar Menningarsetursins og fundarg. Almannavarna og Þórdís Friðbjörnsdóttir um sömu fundargerðir. Einar E. Einarsson tók til máls um fundarg. Skagafjarðarveitna og Menningarseturs.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16,40.