Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar
Fundur 189 - 7. september 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 7. september kl. 17:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Hótel Varmahlíð, Skagafirði.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Forseti setti fund, bauð fulltrúa og áheyrendur velkomna. Þakkaði menningar- og kynningarnefnd fróðlega og ánægjulega dagskrá á nýafstöðnum kynningarfundi.
Kynnti síðan dagskrá.
Þá las forseti, með leyfi fundarins, bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis, þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á fundum með nefndinni í septemberlok.
Páll Dagbjartsson hafði lagt fram ósk um að taka til máls um dagskrá fundarins áður en gengið væri til fyrirliggjandi dagskrár. Hann óskaði eftir að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi framkvæmdir við Menningarhús í Varmahlíð.
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs til að svara fyrirspurn Páls.
Var nú gengið til dagskrár.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin er í 8 liðum.
Gunnar Bragi Sveinsson báðar kynnti fundargerðirnar.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson. Gunnar Bragi Sveinsson, Guðmundur Guðlaugsson, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri, kvaddi sér hljóðs varðandi 1. lið fundargerðar byggðarráðs frá 5. sept. og og lagði fram svofellda tillögu:
“Sveitarstjórnin samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að upphæð kr. 175.000.000, annars vegar að fjárhæð kr. 150.000.000 til 16 ára og hins vegar að upphæð kr. 25.000.000 til 10 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda við gatnagerð, fráveitu, hitaveitu og hafnargerð auk skuldbreytinga, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”
Einnig fjallaði sveitarstjóri um 2. lið fundarg. 5. sept. og lagði til að eftirfarandi minnispunktar skipulags- og byggingafulltrúa yrðu samþykktir sem athugasemdir sveitarfélagsins:
Athugasemdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar við frumvarpsdrög til laga um mannvirki
1. Varðandi 5. grein Byggingarstofnun.
Ákvæði um að Sveitarfélögin reki miðlægan gagnagrunn í samvinnu við FMR er óþarft. Verður kostnaðaríþyngjandi fyrir sveitarfélögin, eykur tvíverknað og óþarfa miðstýringu. Núverandi skráningarkerfi Landsskráin er enn í mótun.
Byggingaröryggisgjald sem leggst á innfluttar byggingarvörur mun hafa tilhneigingu til að hækka byggingarkostnað og kemur verst niður á landsbyggðinni þar sem enn er mikill munur á byggingarkostnaði og endursöluverði eigna. Lagst er eindregið gegn auknum álögum á þennan málaflokk sem og aukinni miðstýringu.
2. Varðandi 7. grein Byggingarfulltrúar
Heimild til að sami aðili sé bæði skipulags- og byggingarfulltrúi felur í sér hagræðingu, sérstaklega fyrir hin smærri sveitarfélög, en vekur upp spurningar um þá stöðu starfsmannsins að leita álits hjá sjálfum sér. Andi laganna er aðskilnaður þessara þátta – kostnaðaríþyngjandi aðgerðum þurfa að fylgja auknir tekjustofnar.
3. Varðandi 8. grein Byggingarleyfi.
Útgáfa byggingarleyfa á að vera alfarið í höndum Sveitarfélagana sjálfra. Engin ástæða til að gefa Byggingarstofnun lagaheimild til að gefa út byggingarleyfi.
4. Varðandi 10. grein Samþykkt byggingaráforma.
Samþykkt byggingaráforma er nýung – til bóta
5. Varðandi 12. grein Útgáfa byggingarleyfis.
Skráning á gæðastjórnunarkerfi viðkomandi byggingarstjóra og iðnmeistara í miðlægan gagnagrunn Byggingarstofnunar vekur upp spurningar um samkeppnisstöðu og miðstýringu.
6. Varðandi 14. grein Ábyrgð eiganda mannvirkis.
Vandséð er að hægt sé að leggja þá ábyrgð á eiganda mannvirkis að hann beri ábyrgð á því að við hönnun og byggingu mannvirkis sé farið að kröfum laga og reglugerðar. Ábyrgð eigandans á aðeins að vera sú að honum sé gert skylt að ráða til verksins viðurkenndan byggingarstjóra, meistara og hönnuði sem hver á sínu sviði beri faglega ábyrgð.
7. Varðandi 17. grein Hlutverk byggingarstofnunar við eftirlit byggingarfulltrúa.
Byggingarstofnun á ekki að hafa annað en leiðbeinandi hlutverk varðandi þetta. Algjörlega óviðunandi að gefa Byggingarstofnun þetta vald sem þarna um ræðir.
8. Varðandi 26. grein Byggingarstjórar
Ákvæði um að byggingarstjóri geti aðeins tekið að sér einn verkþátt, hafi hann til þess réttindi, er íþyngjandi og örugglega illframkvæmanlegt við minni byggingar og á smærri stöðum.
9. Um Gæðastjórnunarkerfi -
Erfitt er að setja sig upp á móti gæðastjórnunarkerfum og er það ekki gert. Víða í þessu frumvarpi kemur skýrt fram að höfundar miða lög og reglur einungis við “stórbyggingar og stórfyrirtæki”. Enginn greinarmunur gerður á því hver framkvæmdin er – “hrútakofi í dreifbýli skal hlíta sama kerfi og óperuhús.”
10. Um Gildistöku laganna
Lögin eiga að taka gildi 1. janúar 2008, en Byggingarstofnun tekur til starfa 1. janúar 2007. Þessi tímamörk eru umhugsunarefni og vekja upp ótta um að við gildistöku laganna verði margt óunnið. Það mun skapa erfiðleika fyrir allt byggingareftirlit. Hér er sú skoðun sett fram að tími til að gera skoðunarhandbækur sé vanmetinn – uppsetning gæðakerfa – tryggingamál og faggildingar taka tíma. Augljóst virðist að ekkert af þessu verði komið í þann farveg sem frumvarpið ætlast til við gildistöku laganna. Þetta er umhugsunarefni.
Athugasemdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna frumvarpsdraga til skipulagslaga
1. Varðandi 7. grein Skipulagsfulltrúar
Heimild til að sami aðili sé bæði skipulags- og byggingarfulltrúi felur í sér hagræðingu, sérstaklega fyrir hin smærri sveitarfélög, en vekur upp spurningar um þá stöðu starfsmannsins að leita álits hjá sjálfum sér. Andi laganna er aðskilnaður þessara þátta – kostnaðaríþyngjandi aðgerðum þurfa að fylgja auknir tekjustofnar.
2. Varðandi 10. grein Landsskipulag.
Þetta skipulagsstig er nýtt og verður rétthæsta skipulagsstigið. Til þess ber Sveitarfélögum að taka tillit við aðalskipulagsgerð og laga þarf gildandi skipulagsáætlanir að nýrri landsskipulagsstefnu. Þetta vekur upp spurningar um hvað meint sé með að Sveitarfélögin beri höfuðábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagsmarka. Ekki er gerð grein fyrir því hvaða tillit verður tekið til þeirrar stefnu sem Sveitarfélagð hefur markað í Aðalskipulagi sínu. Þá er ekki fyrirséð hvernig leysa á ágreining sem komið getur upp milli sveitarfélags og ríkisvalds varðandi stefnumörkun.
3. Varðandi 16. grein Eftirlit sveitarfélaga
Hér er nýmæli – eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum.
4. Varðandi 21. grein Svæðisskipulag.
Í greininni er fjallað um svæðisskipulag og hvað því beri að fjalla um. Í athugasemdum sem fylgja frumvarpsdrögunum er þetta nánar útskýrt og tekið sem dæmi línulagnir veitufyrirtækja og önnur stór verkefni sem taka til svæðis sem spannar meira en eitt sveitarfélag. Er ekki hugmyndin sú með landskipulagi að taka á slíkum málum, svo sem virkjunum, línulögnum og samgöngukerfi? Er ekki, í þessu ljósi, annað skipulagsstigið óþarft?
5. Varðandi 47. grein Landeignaskrá
Mikilvægt er að í umfjöllun um landeignaskrá geri menn sér grein fyrir kostnaði við slíka vinnu og að hann lendi ekki allur hjá sveitarfélögunum sjálfum eins og tilhneigingar virðist gæta til þegar lagagreinar byrja á setningunni “Sveitarstjórn skal”
Fundargerð frá 29. ágúst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir og Bjarni Egilsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar. Bjarni Egilsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með svofelldri bókun:
“Ég tel heppilegra að hafa faglega skipaða stjórn yfir verkefninu Gagnaveitu Skagafjarðar. Í raun á sveitarfélagið tvo fulltrúa af þrem í stjórn þar sem Skagafjarðarveitur eru 100#PR í eigu Sveitarfélagsins, þannig að ef hún er pólitískt skipuð ætti meirihluti og minnihluti sinn hvorn fulltrúann. Með því að kjósa annan þeirra á faglegum forsendum en hinn á pólitískum forsendum er meirihluti sveitarstjórnar á vissan hátt að fara bakdyramegin að því að sniðganga minnihlutann í aðkomu að stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar, ekki síst þar sem fulltrúi Fjölnets í stjórn hefur miklar pólitískar tengingar inn í meirihluta sveitarstjórnar.”
Afgreiðsla fundargerðar frá 5. september:
Tillaga sveitarstjóra vegna liðar 1 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillaga sveitarstjóra vegna liðar 2 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerð í 6 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerð í 9 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Katrín M. Andrésd., Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsd., fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er í 6 liðum. Sigurður Árnason kynnir fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrárliðir eru 9.
Dagskrárliðir eru 5. Einar E. Einarsson kynnir þessar fundargerðir.
Kvaddi sér síðan hljóðs varðandi búfjáreftirlitsnefnd. Leggur hann til að 8. lið fundargerðar frá 14. ágúst verði vísað aftur til landbúnaðarnefndar.
Fundarhlé gert kl. 18:40 þar eð flytja þurfti fundinn í annan sal.
Fundi síðan fram haldið kl. 18:48.
Til máls tók Bjarni Egilsson, fleiri ekki.
Tillaga Einars Einarssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Dagskrárliðir eru 4.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrárliðir eru 10. Einar E. Einarsson kynnir fundargerð.
Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrárliðir eru 4. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði til að skólamálastjóri, fjármálastjóri og hann sjálfur, sem skólastjóri Varmahlíðarskóla, færu gegnum málefni skólans með fulltrúum sveitarfélagsins í samráðsnefndinni fyrir næsta fund nefndarinnar
Bjarni Egilsson kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Egilsson, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson tók til máls og lagði fram svofellda tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
#GLSveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að taka upp árangursstjórnun í stofnunum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur Byggðarráði og sviðsstjórum að gera #GLárangursstjórnunarsamninga#GL, í tilraunaskyni, við stjórnendur nokkurra stofnana og verði þeirri samningsgerð lokið 1. desember n.k. Unnið verði eftir þeim samningum frá og með 1. janúar 2007 í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Verði reynsla af þessari tilraun jákvæð þá skal stefnt á að allar stofnanir sveitarfélagsins verði komnar með slíka samninga haustið 2007 og þeir samningar taki gildi 1. janúar 2008.#GL
Greinargerð:
Eitt af einkennum góðrar stjórnsýslu er örugg og ábyrg fjármálastjórn, sem þá m.a. byggist á góðu utanumhaldi og traustum áætlunum. Til þess að hægt sé að gera góðar fjárhagsáætlanir þarf fyrir að liggja góð yfirsýn yfir reksturinn ásamt góðum skilgreiningum á áætlaðri starfsemi. Góð samvinna og traust þarf að ríkja milli yfirstjórnar annars vegar og stjórnenda og starfsmanna hins vegar. Allir þurfa að standa saman um að sú áætlun, sem gerð er, fái staðist á því tímabili sem hún nær yfir.
Árangursstjórnun er eitt þ
Fundur 189 - 7. september 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 7. september kl. 17:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Hótel Varmahlíð, Skagafirði.
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
Forseti setti fund, bauð fulltrúa og áheyrendur velkomna. Þakkaði menningar- og kynningarnefnd fróðlega og ánægjulega dagskrá á nýafstöðnum kynningarfundi.
Kynnti síðan dagskrá.
Þá las forseti, með leyfi fundarins, bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis, þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á fundum með nefndinni í septemberlok.
Páll Dagbjartsson hafði lagt fram ósk um að taka til máls um dagskrá fundarins áður en gengið væri til fyrirliggjandi dagskrár. Hann óskaði eftir að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi framkvæmdir við Menningarhús í Varmahlíð.
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs til að svara fyrirspurn Páls.
Var nú gengið til dagskrár.
Lagt fram til afgreiðslu: | |||
1. | 355. fundur byggðaráðs, 29. ágúst 2006. | Mál nr. SV060423 |
2. | 356. fundur byggðaráðs, 5. september 2006. | Mál nr. SV060424 |
Gunnar Bragi Sveinsson báðar kynnti fundargerðirnar.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson. Gunnar Bragi Sveinsson, Guðmundur Guðlaugsson, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri, kvaddi sér hljóðs varðandi 1. lið fundargerðar byggðarráðs frá 5. sept. og og lagði fram svofellda tillögu:
“Sveitarstjórnin samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að upphæð kr. 175.000.000, annars vegar að fjárhæð kr. 150.000.000 til 16 ára og hins vegar að upphæð kr. 25.000.000 til 10 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda við gatnagerð, fráveitu, hitaveitu og hafnargerð auk skuldbreytinga, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”
Einnig fjallaði sveitarstjóri um 2. lið fundarg. 5. sept. og lagði til að eftirfarandi minnispunktar skipulags- og byggingafulltrúa yrðu samþykktir sem athugasemdir sveitarfélagsins:
Athugasemdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar við frumvarpsdrög til laga um mannvirki
1. Varðandi 5. grein Byggingarstofnun.
Ákvæði um að Sveitarfélögin reki miðlægan gagnagrunn í samvinnu við FMR er óþarft. Verður kostnaðaríþyngjandi fyrir sveitarfélögin, eykur tvíverknað og óþarfa miðstýringu. Núverandi skráningarkerfi Landsskráin er enn í mótun.
Byggingaröryggisgjald sem leggst á innfluttar byggingarvörur mun hafa tilhneigingu til að hækka byggingarkostnað og kemur verst niður á landsbyggðinni þar sem enn er mikill munur á byggingarkostnaði og endursöluverði eigna. Lagst er eindregið gegn auknum álögum á þennan málaflokk sem og aukinni miðstýringu.
2. Varðandi 7. grein Byggingarfulltrúar
Heimild til að sami aðili sé bæði skipulags- og byggingarfulltrúi felur í sér hagræðingu, sérstaklega fyrir hin smærri sveitarfélög, en vekur upp spurningar um þá stöðu starfsmannsins að leita álits hjá sjálfum sér. Andi laganna er aðskilnaður þessara þátta – kostnaðaríþyngjandi aðgerðum þurfa að fylgja auknir tekjustofnar.
3. Varðandi 8. grein Byggingarleyfi.
Útgáfa byggingarleyfa á að vera alfarið í höndum Sveitarfélagana sjálfra. Engin ástæða til að gefa Byggingarstofnun lagaheimild til að gefa út byggingarleyfi.
4. Varðandi 10. grein Samþykkt byggingaráforma.
Samþykkt byggingaráforma er nýung – til bóta
5. Varðandi 12. grein Útgáfa byggingarleyfis.
Skráning á gæðastjórnunarkerfi viðkomandi byggingarstjóra og iðnmeistara í miðlægan gagnagrunn Byggingarstofnunar vekur upp spurningar um samkeppnisstöðu og miðstýringu.
6. Varðandi 14. grein Ábyrgð eiganda mannvirkis.
Vandséð er að hægt sé að leggja þá ábyrgð á eiganda mannvirkis að hann beri ábyrgð á því að við hönnun og byggingu mannvirkis sé farið að kröfum laga og reglugerðar. Ábyrgð eigandans á aðeins að vera sú að honum sé gert skylt að ráða til verksins viðurkenndan byggingarstjóra, meistara og hönnuði sem hver á sínu sviði beri faglega ábyrgð.
7. Varðandi 17. grein Hlutverk byggingarstofnunar við eftirlit byggingarfulltrúa.
Byggingarstofnun á ekki að hafa annað en leiðbeinandi hlutverk varðandi þetta. Algjörlega óviðunandi að gefa Byggingarstofnun þetta vald sem þarna um ræðir.
8. Varðandi 26. grein Byggingarstjórar
Ákvæði um að byggingarstjóri geti aðeins tekið að sér einn verkþátt, hafi hann til þess réttindi, er íþyngjandi og örugglega illframkvæmanlegt við minni byggingar og á smærri stöðum.
9. Um Gæðastjórnunarkerfi -
Erfitt er að setja sig upp á móti gæðastjórnunarkerfum og er það ekki gert. Víða í þessu frumvarpi kemur skýrt fram að höfundar miða lög og reglur einungis við “stórbyggingar og stórfyrirtæki”. Enginn greinarmunur gerður á því hver framkvæmdin er – “hrútakofi í dreifbýli skal hlíta sama kerfi og óperuhús.”
10. Um Gildistöku laganna
Lögin eiga að taka gildi 1. janúar 2008, en Byggingarstofnun tekur til starfa 1. janúar 2007. Þessi tímamörk eru umhugsunarefni og vekja upp ótta um að við gildistöku laganna verði margt óunnið. Það mun skapa erfiðleika fyrir allt byggingareftirlit. Hér er sú skoðun sett fram að tími til að gera skoðunarhandbækur sé vanmetinn – uppsetning gæðakerfa – tryggingamál og faggildingar taka tíma. Augljóst virðist að ekkert af þessu verði komið í þann farveg sem frumvarpið ætlast til við gildistöku laganna. Þetta er umhugsunarefni.
Athugasemdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna frumvarpsdraga til skipulagslaga
1. Varðandi 7. grein Skipulagsfulltrúar
Heimild til að sami aðili sé bæði skipulags- og byggingarfulltrúi felur í sér hagræðingu, sérstaklega fyrir hin smærri sveitarfélög, en vekur upp spurningar um þá stöðu starfsmannsins að leita álits hjá sjálfum sér. Andi laganna er aðskilnaður þessara þátta – kostnaðaríþyngjandi aðgerðum þurfa að fylgja auknir tekjustofnar.
2. Varðandi 10. grein Landsskipulag.
Þetta skipulagsstig er nýtt og verður rétthæsta skipulagsstigið. Til þess ber Sveitarfélögum að taka tillit við aðalskipulagsgerð og laga þarf gildandi skipulagsáætlanir að nýrri landsskipulagsstefnu. Þetta vekur upp spurningar um hvað meint sé með að Sveitarfélögin beri höfuðábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagsmarka. Ekki er gerð grein fyrir því hvaða tillit verður tekið til þeirrar stefnu sem Sveitarfélagð hefur markað í Aðalskipulagi sínu. Þá er ekki fyrirséð hvernig leysa á ágreining sem komið getur upp milli sveitarfélags og ríkisvalds varðandi stefnumörkun.
3. Varðandi 16. grein Eftirlit sveitarfélaga
Hér er nýmæli – eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum.
4. Varðandi 21. grein Svæðisskipulag.
Í greininni er fjallað um svæðisskipulag og hvað því beri að fjalla um. Í athugasemdum sem fylgja frumvarpsdrögunum er þetta nánar útskýrt og tekið sem dæmi línulagnir veitufyrirtækja og önnur stór verkefni sem taka til svæðis sem spannar meira en eitt sveitarfélag. Er ekki hugmyndin sú með landskipulagi að taka á slíkum málum, svo sem virkjunum, línulögnum og samgöngukerfi? Er ekki, í þessu ljósi, annað skipulagsstigið óþarft?
5. Varðandi 47. grein Landeignaskrá
Mikilvægt er að í umfjöllun um landeignaskrá geri menn sér grein fyrir kostnaði við slíka vinnu og að hann lendi ekki allur hjá sveitarfélögunum sjálfum eins og tilhneigingar virðist gæta til þegar lagagreinar byrja á setningunni “Sveitarstjórn skal”
Fundargerð frá 29. ágúst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Páll Dagbjartsson, Katrín María Andrésdóttir og Bjarni Egilsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar. Bjarni Egilsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með svofelldri bókun:
“Ég tel heppilegra að hafa faglega skipaða stjórn yfir verkefninu Gagnaveitu Skagafjarðar. Í raun á sveitarfélagið tvo fulltrúa af þrem í stjórn þar sem Skagafjarðarveitur eru 100#PR í eigu Sveitarfélagsins, þannig að ef hún er pólitískt skipuð ætti meirihluti og minnihluti sinn hvorn fulltrúann. Með því að kjósa annan þeirra á faglegum forsendum en hinn á pólitískum forsendum er meirihluti sveitarstjórnar á vissan hátt að fara bakdyramegin að því að sniðganga minnihlutann í aðkomu að stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar, ekki síst þar sem fulltrúi Fjölnets í stjórn hefur miklar pólitískar tengingar inn í meirihluta sveitarstjórnar.”
Afgreiðsla fundargerðar frá 5. september:
Tillaga sveitarstjóra vegna liðar 1 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Tillaga sveitarstjóra vegna liðar 2 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. | 060830 Atvinnu- og ferðamálanefnd | Mál nr. SV060425 |
Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. | 060829 Félags- og tómstundanefnd | Mál nr. SV060426 |
Til máls tóku Katrín M. Andrésd., Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsd., fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. | 060831 Fræðslunefnd | Mál nr. SV060427 |
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
6. | 060814 Landbúnaðarnefnd | Mál nr. SV060419 |
7. | 060905 Landbúnaðarnefnd | Mál nr. SV060430 |
Kvaddi sér síðan hljóðs varðandi búfjáreftirlitsnefnd. Leggur hann til að 8. lið fundargerðar frá 14. ágúst verði vísað aftur til landbúnaðarnefndar.
Fundarhlé gert kl. 18:40 þar eð flytja þurfti fundinn í annan sal.
Fundi síðan fram haldið kl. 18:48.
Til máls tók Bjarni Egilsson, fleiri ekki.
Tillaga Einars Einarssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
8. | 060830 Menningar- og kynningarnefnd | Mál nr. SV060431 |
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson, Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9. | 060831- 106. f Skipulags- og byggingarn. | Mál nr. SV060432 |
Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
10. | 060828 Samstarf við Akrahrepp | Mál nr. SV060435 |
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði til að skólamálastjóri, fjármálastjóri og hann sjálfur, sem skólastjóri Varmahlíðarskóla, færu gegnum málefni skólans með fulltrúum sveitarfélagsins í samráðsnefndinni fyrir næsta fund nefndarinnar
Bjarni Egilsson kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Egilsson, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
11. | Tillaga - Árangursstjórnun | Mál nr. SV060433 |
#GLSveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að taka upp árangursstjórnun í stofnunum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur Byggðarráði og sviðsstjórum að gera #GLárangursstjórnunarsamninga#GL, í tilraunaskyni, við stjórnendur nokkurra stofnana og verði þeirri samningsgerð lokið 1. desember n.k. Unnið verði eftir þeim samningum frá og með 1. janúar 2007 í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Verði reynsla af þessari tilraun jákvæð þá skal stefnt á að allar stofnanir sveitarfélagsins verði komnar með slíka samninga haustið 2007 og þeir samningar taki gildi 1. janúar 2008.#GL
Greinargerð:
Eitt af einkennum góðrar stjórnsýslu er örugg og ábyrg fjármálastjórn, sem þá m.a. byggist á góðu utanumhaldi og traustum áætlunum. Til þess að hægt sé að gera góðar fjárhagsáætlanir þarf fyrir að liggja góð yfirsýn yfir reksturinn ásamt góðum skilgreiningum á áætlaðri starfsemi. Góð samvinna og traust þarf að ríkja milli yfirstjórnar annars vegar og stjórnenda og starfsmanna hins vegar. Allir þurfa að standa saman um að sú áætlun, sem gerð er, fái staðist á því tímabili sem hún nær yfir.
Árangursstjórnun er eitt þ