Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 828
Málsnúmer 1805010FVakta málsnúmer
Fundargerð 828. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 369. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svvarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagt fram kauptilboð í fasteignina Austurgata 5, Hofsósi, fastanr. 214-3592, frá Kristínu Einarsdóttur og Alfreð Símonarsyni.
Byggðarráð samþykkir að gera gagntilboð til tilboðsgjafa. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra dagsettur 7. maí 2018 varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 634.303 kr. Samtals með dráttarvöxtum 1.116.387 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett 9. maí 2018, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 30. maí 2018 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dagsett 8.maí 2018 vegna kvörtunar Sigurjóns Þórðarsonar 23.mars 2018.
Bréfið er svohljóðandi:
Ráðuneytið vísar til bréfs síns frá 27.mars sl. varðandi kvörtun Sigurjóns Þórðarsonar frá 23. s.m. vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar í tengslum við samninga þess við einkahlutafélagið Sýndarveruleika o.fl. Þá vísar ráðuneytið einnig til umsagnar sem Arnór Halldórsson hdl. sendi f.h. sveitarfélagsins, dags. 20.spríl sl.
Af umsögn lögmannsins má ráða að umrætt mál sé enn í vinnslu í stjórnsýslu sveitarfélagsins og að engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um aðkomu þess að starfssemi einkahlutafélagsins Sýndarveruleika eða nýtingu fasteigna að Aðalgötu 21 a og b á Sauðárkróki. Liggur því ekki endanlega fyrir hvernig staðið verður af hálfu sveitarfélagsins að undirbúningi og efni þeirra ákvarðana sem kunna að verða teknar í málinu.
Vegna framkominnar kvörtunar og þeirra opinberu umræðu og umfjöllunar sem mál þetta hefur hlotið vill ráðuneytið þó hvetja til þess að við meðferð þess og afgreiðslu sé tryggt að gætt sé ákvæða sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, um rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum og upplýsingum um mál sem til meðferðar eru í stjórnsýslu sveitarfélags. Þá verði jafnframt lagt mat á hvort tilefni sé til sérstakrar upplýsingagjafar til íbúa sveitarfélagsins um málið, sbr. ákvæði X.kafla sveitarstjórnarlaga. Þá bendir ráðuneytið á að fjárhagslegar ákvarðanir sem kunna að verða teknar í málinu skulu samræmast ákvæðum VII.kafla sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga, m.a. um bindandi áhrif fjárhagsáætlunar(63.gr.) ábyrga meðferð fjármuna (65.gr.), fjárfestingar (66.gr.) og ábyrgðir (69.gr.).
Loks óskar ráðuneytið eftir því að með vísan til 113.gr. sveitarstjórnarlaga að það verði upplýst um niðurstöðu málsins þegar hún liggur fyrir og því jafnframt send öll gögn þess. Mun ráðuneytið í kjölfar þess leggja mat á hvort málið gefi tilefni til formlegrar umfjöllunar um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112.gr. sveitarstjórnarlaga.
Meirihluti byggðarráðs óskar bókað:
Bréfið er í tilefni af kvörtun Sigurjóns Þórðarsonar frá 23.03. 2018 um meinta ólögmæta stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar í tengslum við samninga þess við Sýndarveruleika ehf. ofl. Meiri hluti Byggðarráðs deilir skoðunum með ráðuneytinu um mikilvægi þess að þau mál sem um ræðir verði afgreidd í samræmi við sveitarstjórnarlög og leggur áherslu á að áfram verði unnið í viðkomandi samningum með það að markmiði að ljúka þeim svo fljótt sem aðstæður leyfa. Meiri hluti Byggðarráðs telur að skilja beri efni framangreinds bréfs ráðuneytisins frá 08.05. 2018 með þeim hætti að á meðan viðkomandi mál séu enn í vinnslu telji ráðuneytið að ekki séu forsendur fyrir því að það fjalli um þau með þeim hætti sem kvartandi krafðist í bréfi sínu frá 23.03. 2018.
Stefán Vagn Stefánsson B-lista
Sigríður Svavarsdóttir D-lista
Í bréfinu felst alvarleg ádrepa á meirihluta sveitarstjórnar vegna þeirrar leyndarhyggju sem hefur verið um eðli og innihald samninga vegna uppbyggingar sýndarveruleikasýningar, Sýndarveruleika ehf. og varnaðarorð um framhaldið. Ráðuneytið muni fylgjast áfram með því hvernig sveitarstjórn heldur á málinu. Ennfremur tilmæli um að sveitarstjórn tryggi aðgang að gögnum, og upplýsingagjöf til almennings. Þar sem undirritaður hefur ekki séð hvernig meirihlutinn réttlætti leyndina og málsmeðferðina gagnvart ráðuneytinu er settur fyrirvari við innihaldið og eins dregið í efa að nægjanlega hafi verið gerð grein fyrir því að nú þegar sé farið að vinna eftir samningunum að einhverju leiti.
Bjarni Jónsson lista Vg og óháð.
Nú eru átta dagar til sveitarstjórnarkosninga og mörg mál sem eru þess eðlis að þau komi til umræðu í þeirri kosningarbaráttu sem nú stendur yfir. Undirrituð er ekki í framboði og K-listinn er ekki að bjóða fram, því hef ég tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með þeim málum sem umdeild eru og sit því hjá við afgreiðslu málsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista
Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Fram lögð fyrirspurn til formanns byggðarráðs:
Hvað nema þeir reikningar hárri upphæð sem Sveitarfélaginu Skagafirði hafa borist á árinu vegna byggingarstjórnar, verkstýringar og framkvæmda við Aðalgötu 21a (fastanr. 213-1147) og Aðalgötu 21b, (fastanr. 213-1148) á Sauðárkróki og hvað hefur verið greitt fyrir þessi verk til þessa?
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Sigurjón Þórðarson K- lista
Samkvæmt bókhaldi sveitarfélagsins er búið að bóka eftirfarandi kostnað á verkið á árinu 2018:
18.484 mkr. vegna framkvæmda og 3.062 mkr vegna verkfræði- og arkitektaþjónustu.
Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. - 1.6 1805108 Staða frárennslismála í þéttbýlinu heima á Hólum í Hjaltadal, aðgerðir og tímaáætlun fyrir úrbæturByggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Jónssyni Vg-og óháðra.
Á byggðarráðsfundi þann 15.mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 9. mars 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í starfshóp um fráveitumál á Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Indriða Þór Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Pál Ingvarsson verkefnastjóra á veitu- og framkvæmdasvið í starfshópinn."
Byggðarráð leggur áherslu á að hraða þessu máli eins og kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Farið yfir stöðu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4.maí 2018, þar sem boðað er til landsþings sambandsins. Þingið verður haldið á Akureyri dagana 26.-28. september 2018.
Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 828 Lagt fram til kynningar ársreikningur Eyvindastaðarheiðar ehf fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 828. fundar byggðarráðs staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
2.Félags- og tómstundanefnd - 254
Málsnúmer 1805009FVakta málsnúmer
Fundargerð 254. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 254 Lagðar fram tvær tillögur um hækkun launa í Vinnuskóla. Annars vegar um 15% hækkun og hins vegar tillaga um krónutöluhækkun skv. eftirfarandi bókun:
Sveitarfélaginu hafa borist gagnlegar ábendingar um að tímakaup í Vinnuskóla sé lægra en almennt gerist í sveitarfélögum landsins. Þótt tímakaup hafi verið lægra eru heildarlaun engu að síður við landsmeðaltal, en það skýrist af lengra vinnutímabili sem Sveitarfélagið Skagafjörður býður upp á. Auk þess býður sveitarfélagið nemendum 7. bekkjar að stunda Vinnuskólann, eitt fárra sveitarfélaga í landinu. Félags- og tómstundanefnd hefur ákveðið að bregðast við þessum ábendingum íbúa og hækka tímakaup í Vinnuskólanum þannig að það standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið. Ítrekað er að í Vinnuskólanum er reynt að flétta saman fræðslu og vinnu á jákvæðan hátt og telur nefndin mikilvægt að börn og unglingar í Sveitarfélaginu Skagafirði eigi áfram völ á fjölbreyttum viðfangsefnum yfir sumartímann.
Lagt er til að tímakaup í Vinnuskólanum hækki frá því sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 27. apríl s.l. sem hér segir:
Tímakaup nemenda í 7. bekk hækki úr 417 krónum í 537 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda í 8. bekk hækki úr 474 krónum í 594 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda 9. bekkjar hækki úr 563 krónum í 683 krónur sumarið 2018.
Tímakaup nemenda 10. bekkjar hækki úr 710 krónum í 830 krónur sumarið 2018.
Félags- og tómstundanefnd fagnar því að hægt sé að bregðast við ábendingum íbúa og verða við óskum um hækkun launa í Vinnuskólanum, en það er hægt vegna góðrar fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Tillaga um krónutöluhækkun samþykkt samhljóða.
Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 254 Lögð fram ósk um að leiga í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna lokahófs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verði felld niður. Nefndin fagnar góðum árangri meistaraflokks karla og óskar Skagfirðingum til hamingju með árangurinn og það fyrirmyndarstarf sem deildin sýnir. Nefndin samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 254 Félags- og tómstundanefnd staðfestir áður veitt skriflegt leyfi til Heiðrúnar Maríu Ólafsdóttur til daggæslu á einkaheimili. Öll gögn og leyfi eru til staðar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
3.Fræðslunefnd - 132
Málsnúmer 1806002FVakta málsnúmer
Fundargerð 133. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 369. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 132 Skóladagatöl leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna skólaársins 2018 - 2019 lögð fram og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 132 Skóladagatöl grunnskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna skólaársins 2018 - 2019 lögð fram og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 132 Samningur um skólaakstur 2018 - Suðurleiðir ehf. Nefndin samþykkir að bjóða verktaka að framlengja samninginn út skólaárið 2018-2019. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 132 Kennslukvóti skólaársins 2018-2019 fyrir grunnskólana í Skagafirði lagður fram og samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 132 Námsgögn skólaárið 2018-2019. Verið er að leggja lokahönd á kaup á kennslugögnum fyrir grunnskólana. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar fræðslunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
4.Skipulags- og byggingarnefnd - 323
Málsnúmer 1806003FVakta málsnúmer
Fundargerð 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 369. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Hrafnhildur Skaptadóttir kt. 010591-3339 og Valgarður Einarsson kt. 010890-3069 óska eftir að fá úthlutað lóðinni Eyrartún 1 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Brynjar Örn Guðmundsson kt.050591-3019 og Þórey Elsa Valborgardóttir kt. 240590-3369 sækja um einbýlishúsalóðina númer 3 við Eyrartún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Víkingur Gunnarsson kt. 210363-2639 og Guðrún J. Stefánsdóttir kt. 200667-4179 sækja um einbýlishúsalóðina númer 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Ragnar Pálsson kt. 100872-3829 Sækir um lóðina nr. 23 við Flæðagerði á Sauðárkróki fyrir hesthús. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 sækir um að fá úthlutað lóðinni Borgarteigur 1 á Sauðárkróki. Lóðin er á skilgreindu athafnasvæði samkvæmt aðalskipulagi. Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Hanna Dóra Björnsdóttir og Einar Andri Gíslason Víðihlíð 4 á Sauðárkróki óska eftir leyfi skipulags- og byggingaryfirvalda Skagafjarðar fyrir eftirfarandi breytingum: Breikka innkeyrslu lóðarinnar Víðihlíð 4 um 3 metra til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina,4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút,yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Byggja stoðvegg að hluta á lóðarmörkum suðurhliðar meðfram göngustíg og inn að bílskúr. Meðfylgjandi gögn, dagsett 11. maí 2018 gera nánari grein fyrir málinu. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar breikkun innkeyrslu til suðurs um 3 metra. Nefndin samþykkir byggingu fyrirh. stoðveggjar. Einnig samþykkir nefndin að umsækjendur geri bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina, 4,5 metra til norðurs frá innkeyrslustút, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins með þeim skilmálum að framkvæmdin og viðhald verði kostað af umsækjendum og unnin í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi að er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka.
Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 6 Breiðargerði 146154 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 7 Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018 - umsögn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 Þorsteinn Axelsson kt. 020268-5499, þinglýstur eigandi Skúfsstaða, (landnr. 146486) óskar eftir leyfi til að stofna byggingarreit fyrir fjós á jörðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7031, dags. 27. mars 2018. Fyrirliggjandi er umsókn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 9. apríl 2018. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369 fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 323 69. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 323. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 369 fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
5.Veitunefnd - 49
Málsnúmer 1805011FVakta málsnúmer
Fundargerð 49. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 369. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 49 Heitu vatni var hleypt á stofnlagnir í Lýtingsstaðahreppi í seinni hluta aprílmánaðar og er þegar búið að hleypa á nokkrar heimtaugar.
Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar veitunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 49 Lagt var fyrir erindi frá Herði Ingimarssyni um kaldavatnstengingu að frístundalóð austan við Steinsstaði.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu.
Nefndin leggur til við Byggðaráð að kláruð verði fullnaðarhönnu á veitukerfum á frístundalóðunum. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar veitunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 49 Lagt var fyrir erindi frá Júlíu Jónsdóttur og Þorgils Pálssyni varðandi ljósleiðaratengingu að Lónkoti í Sléttuhlíð.
Sviðsstjóra er falið að svara erindinu en gera má ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir árslok 2018.
Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar veitunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 49 Lagning ljósleiðara frá Sauðárkróki að Marbæli hófst í byrjun maí og er lagning ljósleiðarastofns langt kominn. Stefnt er á að verkinu ljúki um mánaðarmót júní/júlí. Stefnt er á að ljósleiðarakerfið verði virkt til notkunar fyrir áramót. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar veitunefndar staðfest á 369. fundi sveitarstjórnar 6. júní 2018 með níu atkvæðum.
6.Breiðargerði 146154 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
Málsnúmer 1802250Vakta málsnúmer
Vísað frá 363. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi og er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi lögbýlisins Breiðagerði, landnúmer 146154, óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 47,9 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur m.a fram að skógræktarsvæðið er í um 180 - 260 m hæð. Stærstur hluti svæðið einkennist af malar og klappar ásum með mólendi. Raflínur liggja yfir svæðið. Ekki verður gróðursett nær ysta streng en 3 m. Ekki verða gróðursett tré eða runnar nær raflínu en svo að fullvaxið geti tréð fallið á raflínu. Ekki verður gróðursett yfir vegslóða sem liggur í gegn um landi og er m.a aðkomuleið að fjallaskálanum Skiptabakka. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
7.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018 - umsögn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 1804066Vakta málsnúmer
Vísað frá 323. fundi skipulags-og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna frirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Ósk um framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna frirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn
Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Ósk um framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
8.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 859 frá 27. apríl 2018 og nr. 860 frá 18. maí 2018 lagðar fram til kynningar á 369. fundi sveitarstjórnar 6.júní 2018
Í lok fundar gaf foreti orðið laust. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Mér er það ljúft og skylt að þakka þeim sem treyst hafa mér til þess að vinna að málefnum sveitarfélagsins um árabil, það hefur verið lærdómsríkt og gefandi. Það hefur verið mitt leiðarljós við allar ákvarðanir sem ég hef komið að, að standa svo að hverju verki að afkomendur okkar og erfingjar geti minnst okkar með virðingu og þökk.
Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og samstarfsfólki í sveitarstjórn, nefndum og ráðum fyrir árangursrík, áhugaverð, skemmtileg og oft á tíðum krefjandi en jafnframt gefandi samskipti.
Ég óska komandi sveitarstjórn velfarnaðar í því verkefni að vinna að framfaramálum fyrir sveitarfélagið í þjónustu okkar íbúana. Okkur eru allir vegir færir, tækifærin við sérhvert fótmál og með samstöðu eflum við þjónustu, atvinnu og mannlíf í Skagafirði
Áfram Skagafjörður !
Skagafjörður rokkar !
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlistans
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Viggó Jónsson, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnsteinn Björnsson og forseti Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta.
Mér er það ljúft og skylt að þakka þeim sem treyst hafa mér til þess að vinna að málefnum sveitarfélagsins um árabil, það hefur verið lærdómsríkt og gefandi. Það hefur verið mitt leiðarljós við allar ákvarðanir sem ég hef komið að, að standa svo að hverju verki að afkomendur okkar og erfingjar geti minnst okkar með virðingu og þökk.
Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og samstarfsfólki í sveitarstjórn, nefndum og ráðum fyrir árangursrík, áhugaverð, skemmtileg og oft á tíðum krefjandi en jafnframt gefandi samskipti.
Ég óska komandi sveitarstjórn velfarnaðar í því verkefni að vinna að framfaramálum fyrir sveitarfélagið í þjónustu okkar íbúana. Okkur eru allir vegir færir, tækifærin við sérhvert fótmál og með samstöðu eflum við þjónustu, atvinnu og mannlíf í Skagafirði
Áfram Skagafjörður !
Skagafjörður rokkar !
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlistans
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Viggó Jónsson, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnsteinn Björnsson og forseti Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta.
Fundi slitið - kl. 17:08.
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerðir fræðslunefndar og skipulags- og byggingarnefndar ásamt sérliðum sem verða nr. 6 og 7 á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.