Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 920
Málsnúmer 2006023FVakta málsnúmer
Fundargerð 920. fundar byggðarráðs frá 24. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 401. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lögð fram drög að samningi á milli Sótahnjúks ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Samningurinn gildir til 31. desember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lögð fram beiðni númer fimm um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020. Helstu breytingarnar eru gerðar vegna óvenju mikils snjómoksturs á árinu og er óskað eftir hækkun fjárheimilda um 29 mkr. vegna þess. Áætlað tekjutap á vormánuðum vegna Covid-19 í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla, sundlaugum og íþróttahúsum er 24.190 þús.kr. Aðrar breytingar í ýmsum málaflokkum nema samtals 2.010 þús.kr. Einnig er fjárfestingafé eignasjóðs aukið um 51,5 mkr. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lántöku að fjárhæð 106.700 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Viðauki 5 við fjárhagsáætlun2020-2024 var tekinn fyrir og samþykktur á fundi sveitarstjórar þann 24. júní 2020.
Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dagsett 16. júní 2020 varðandi beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur jákvætt í aðgerðir til að halda aftur af hækkunum fasteignaskatts en telur frumforsendur þess að slíkt geti gengið eftir að breytingar verði gerðar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi úthlutun framlags vegna fasteignaskatts þannig að sveitarfélögum verði ekki hegnt fyrir það að fullnýta ekki tekjustofna sína. Bókun fundar Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. júní 2020 frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni 25. júlí 2020 í Skagafirði. Erindinu fylgir leiðarlýsing.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt. Bókun fundar Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lagt fram bréf dagsett 2. júní 2020 frá Stapa lífeyrissjóðí þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins árið 2020. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. júní n.k. í Menningarghúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 920 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2020 úr máli 2006169 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 10. júní 2020 sækir Gústaf Gústafsson, kt. 070173-5739, Rimasíðu 23e 603 Akureyri, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf, kt. 480520-0250, um leyfi til að reka gististað í flokki II 4 gestir í hverju húsi, að Brúsabyggð 1,3,5,7,12, 551 Sauðárkróki. Fastanr. F2222887, F2222896, F2222900, F2232585, F2142812.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti að uppfylltum öllum skilyrðum sem þarf til að fá rekstrarleyfi.
Bókun fundar Afgreiðsla 920. fundar byggðarráðs staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
2.Landbúnaðarnefnd - 212
Málsnúmer 2008009FVakta málsnúmer
Fundargerð 212. fundar landbúnaðarnefndar frá 21. ágúst 2020 lögð fram til afgreiðslu á 401. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 212 Borist hafa upplýsingar um að Vegagerðin áformi að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn.
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. Það lýsir fáheyrðu ábyrgðarleysi að stefna í hættu áratugabaráttu gegn hættulegasta sauðfjársjúkdómi síðari ára og ætla ekki að endurnýja ristahlið á Þjóðvegi 1 við Héraðsvötn sem gegnir mikilvægu hlutverki í smitvörnum á milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust yfir 20 ár. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í að reyna að uppræta riðuveiki í landinu um árabil með ágætum árangri og skæklatog einstakra stofnana ríkisins um kostnað við að viðhalda þeim árangri má einfaldlega ekki stefna því í hættu. Vegagerðin, Matvælastofnun og Atvinnuvegaráðuneytið verða einfaldlega að leysa málið sín á milli og það strax. Landbúnaðarnefnd mun óska eftir fundi með forráðamönnum MAST og Vegagerðarinnar hið fyrsta vegna málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Lagt fram bréf dagsett 10. ágúst 2020 frá Högna Elfari Gylfasyni og Þórunni Eyjólfsdóttur varðandi Mælifellsrétt og umhverfi hennar.
Upplýst var á fundinum að brugðist verður við og njóli fjarlægður nú í haust. Brugðist hefur verið við grjóthreinsun úr almenningi.
Landbúnaðarnefnd mælist til þess að fjallskilanefndir sjái til þess að réttir og umhverfi þeirra séu í lagi fyrir réttarstörf. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Málefni Grófargilsréttar rædd. Búið er að rífa allt timburverk úr réttinni og fjarlægja jarðveg úr réttinni og við hana. Nauðsynlegt er að MAST sjái um að klárað verði að keyra inn nýtt malarefni til yfirlagningar og farga gamla timbrinu eins og þeim ber skylda til svo fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps geti hafið endurbyggingu réttarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 212 Farið yfir fjallskilasamþykkt Skagafjarðar og athugasemdir við hana m.a. frá Akrahreppi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttlæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum. Það er síðan á ábyrgð sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Lögð fram umsókn dagsett 15. júlí 2020 um beitarhólf nr. 7 á Hofsósi frá Sigurði Hólmari Kristjánssyni.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta Sigurði Hólmari Kristjánssyni beitarhólfi nr. 7 og felur starfsmanni landbúnaðarnefndar að útbúa leigusamning þar um. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Lögð fram umsókn dagsett 19. júlí 2020 um beitarhólf nr. 7 og beitarhólf nr. 18 á Hofsósi frá Elisabeth Jansen.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta Elisabeth Jansen beitarhólfi nr. 18 og felur starfsmanni landbúnaðarnefndar að útbúa leigusamning þar um. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 212 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 212 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 212 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 212 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 212. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum.
3.Skipulags- og byggingarnefnd - 384
Málsnúmer 2008015FVakta málsnúmer
Fundargerð 384. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 25. ágúst 2020 lögð fram til afgreiðslu á 401. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Forsvarsmenn eigenda Aðalgötu 16b,á Sauðárkróki mæta til fundar og kynna fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu og svæði umhverfis húsið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu með umsækjendur. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Páll Friðriksson kt. 230867-3809 og Guðný H. Axelsdóttir kt. 020267-3539, sækja um leyfi til að breikka bílaplan við Viðigrund 11 um 3m til norðurs, að lóðarmörkum Víðigrundar 9, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3-4 rannsóknarborholum (hitastigsholum) í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að bora niður á allt að 100m dýpi. Fyrir liggur úttekt ISOR á jarðhitakerfi í Reykjarhóli frá 2016.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki viðkomandi landeigenda.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 6 Reykjarhóll Vhl. - Framkv.leyfi fyrir borholum. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Ingibjörg Sigurðardóttir lektor og deildarstjóri við Háskólann á Hólum, f.h. landeigenda Víðiness 1 og 2 auk Laufskála, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagfæringa á vegslóða sem liggur frá bænum Víðinesi í Hjaltadal, fram Víðinesdal og áleiðis fram í Tungur. Framkvæmdin er unnin í samstarfi við Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhreppa og SNÆ-LÍV (Skagafjarðardeild Landssambands íslenskra vélsleðamanna)og í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 7 Víðinesdalur, umsókn um framkvæmdaleyfi. Lagfæring vegslóða í Víðinesdal. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Sigrún Ingvarsdóttir kt. 080971-4949 og Kristján E. Björnsson kt. 200953-5849 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hlíð L146437 í Hjaltadal, óska eftir heimild til að skipta út úr landinu 11.4ha spildu, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, unnum af verkfræðistofunni Stoð ehf. Innan afmörkunar spildunnar standa matshluti 02 íbúðarhús byggt 1939, matshluti 8, votheysgryfja byggð 1950, og matsshluti 09,haughús byggt 1946, og fylgja þeir útskiptri spildu. Lögbýlaréttur mun fylgja Hlíð L146437.Hlunnindi af Hjaltadalsá og vatnsréttindi skiptast jafnt á milli Hlíðar L146437 og útskiptrar spildu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Steingrímur Jónsson deildarstjóri netrekstrar Rarik á Norðurlandi, sækir um f.h. Rarik, framkvæmdaleyfi fyrir raf-strenglagnir á Sauðárkróki. Í tengslum við færslu aðveitustöðvar á Sauðárkróki er nauðsynlegt að leggja nýjan streng að bænum Brennigerði og að svokallaðri fjórstæðu við Veðramót, auk strenglagna innanbæjar á Sauðárkróki. Með umsókn fylgir verklýsing ásamt uppdráttum frá verkfræðistofunni Stoð ehf. dags. 25.6.2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 8 Háspennustrengir innan Sauðárkróks (frá aðveitstöð Rarik að Borgarteig 10b). Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Vegna aukinna fyrirspurna um lóðir til byggingar einbýlishúsa-, parhúsa- og fjölbýlishúsa, telur Skipulags- og byggingarnefnd ástæðu til að marka stefnu um næstu skref í skipulagningu nýrra svæða. Til að mæta eftirspurn eftir lóðum leggur nefndin til eftirfarandi:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar í Nestúni á Sauðárkróki. Einnig að gerð verði lóðahönnun fyrir lóðir í botni götunnar Kvistahlíð á Sauðárkróki og þær grenndarkynntar.
Nefndin telur nauðsynlegt að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir nýja götu á Birkimel í Varmahlíð. Þá telur nefndin að gera verði deiliskipulag fyrir göturnar Sætún og Hátún ásamt Prestbakka og lóð fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn á Hofsósi. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra lista yfir þegar úthlutunarhæfar lóðir og birta á vefsíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 Lóðamál í þéttbýli - Framtíðarskipan íbúðalóða. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Nýlokið er kynningarferli vinnslutillögu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Vinnslutillagan var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og ábendingar bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjafa og koma með tillögur um viðbrögð við þeim.
Bókun fundar Afgreiðsla 384. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020 með níu atkvæðum -
Skipulags- og byggingarnefnd - 384 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að endurnýja útrunna lóðarleigusamninga innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða. Þá leggur Skipulags- og byggingarnefnd til á sömu forsemdum að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins nýja lóðarleigusamninga í samræmi við skipulagsáætlanir. Ofangreint er í samræmi við heimildir sveitarstjórna til að fela starfsmanni heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, og eru tilteknar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá árinu 2011, og 6. gr. skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10. Lóðarleigusamningar. Samþykkt samhljóða.
4.Umsókn um langtímalán 2020
Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 138 milljónir króna til allt að 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Umsókn um langtímalán 2020 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum og jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, veitt umboð samkvæmt framangreindu.
Umsókn um langtímalán 2020 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum og jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, veitt umboð samkvæmt framangreindu.
5.Ljósleiðari frá Hveravöllum í Skagafjörð. Framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2005206Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun hefur í bréfi dags. 11.8.2020, óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hvort fyrirhuguð lagning ljósleiðarastreng Mílu ehf, frá brunni Mílu við Þórisvatn austan Rjúpnafells skammt frá Hveravöllum að tækjahúsi Mílu við Steinsstaði í Skagafirði, alls um 85 km, skuli háð mati á umhverfisáhrifum sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Strengurinn verður plægður niður samkvæmt útsettri lagnaleið í 0,6m dýpi. Fyrir liggur samþykki þeirra landeigenda þar sem væntanlegur strengur plægist í jörð. Matskyldutilkynningin Mílu ehf flokkast sem tilkynning um framkvæmd í flokki B, þar sem hluti lagnaleiðar liggur um friðland, og fellur undir lið 10.21 í viðauka 1. með lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur mikilvægi þess að ljósleiðari verði lagður á ofangreindri leið, mikið öryggisatriði, og telur að plæging á ljósleiðarastreng sé í raun minnsta hugsanlega rask sem fylgt get slíkri framkvæmd. Sveitarstjórn telur að umhverfisáhrif verði óveruleg og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur mikilvægi þess að ljósleiðari verði lagður á ofangreindri leið, mikið öryggisatriði, og telur að plæging á ljósleiðarastreng sé í raun minnsta hugsanlega rask sem fylgt get slíkri framkvæmd. Sveitarstjórn telur að umhverfisáhrif verði óveruleg og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samþykkt með níu atkvæðum.
6.Reykjarhóll Vhl. - Framkv.leyfi fyrir borholum
Málsnúmer 2008150Vakta málsnúmer
Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3-4 rannsóknarborholum (hitastigsholum) í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að bora niður á allt að 100m dýpi. Fyrir liggur úttekt ISOR á jarðhitakerfi í Reykjarhóli frá 2016.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæði að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3-4 rannsóknarborholum (hitastigsholum) í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að bora niður á allt að 100m dýpi. Fyrir liggur úttekt ISOR á jarðhitakerfi í Reykjarhóli frá 2016.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæði að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
7.Víðinesdalur, umsókn um framkvæmdaleyfi. Lagfæring vegslóða í Víðinesdal
Málsnúmer 2008159Vakta málsnúmer
Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.
Ingibjörg Sigurðardóttir lektor og deildarstjóri við Háskólann á Hólum, f.h. landeigenda Víðiness 1 og 2 auk Laufskála, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagfæringa á vegslóða sem liggur frá bænum Víðinesi í Hjaltadal, fram Víðinesdal og áleiðis fram í Tungur. Framkvæmdin er unnin í samstarfi við Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhreppa og SNÆ-LÍV (Skagafjarðardeild Landssambands íslenskra vélsleðamanna)og í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
Ingibjörg Sigurðardóttir lektor og deildarstjóri við Háskólann á Hólum, f.h. landeigenda Víðiness 1 og 2 auk Laufskála, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagfæringa á vegslóða sem liggur frá bænum Víðinesi í Hjaltadal, fram Víðinesdal og áleiðis fram í Tungur. Framkvæmdin er unnin í samstarfi við Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhreppa og SNÆ-LÍV (Skagafjarðardeild Landssambands íslenskra vélsleðamanna)og í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
8.Háspennustrengir innan Sauðárkróks (frá aðveitstöð Rarik að Borgarteig 10b)
Málsnúmer 2008104Vakta málsnúmer
Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.
Steingrímur Jónsson deildarstjóri netrekstrar Rarik á Norðurlandi, sækir um f.h. Rarik, framkvæmdaleyfi fyrir raf-strenglagnir á Sauðárkróki. Í tengslum við færslu aðveitustöðvar á Sauðárkróki er nauðsynlegt að leggja nýjan streng að bænum Brennigerði og að svokallaðri fjórstæðu við Veðramót, auk strenglagna innanbæjar á Sauðárkróki. Með umsókn fylgir verklýsing ásamt uppdráttum frá verkfræðistofunni Stoð ehf. dags. 25.6.2020.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
Steingrímur Jónsson deildarstjóri netrekstrar Rarik á Norðurlandi, sækir um f.h. Rarik, framkvæmdaleyfi fyrir raf-strenglagnir á Sauðárkróki. Í tengslum við færslu aðveitustöðvar á Sauðárkróki er nauðsynlegt að leggja nýjan streng að bænum Brennigerði og að svokallaðri fjórstæðu við Veðramót, auk strenglagna innanbæjar á Sauðárkróki. Með umsókn fylgir verklýsing ásamt uppdráttum frá verkfræðistofunni Stoð ehf. dags. 25.6.2020.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn og í samræmi við reglugerð 772/2012.
9.Lóðamál í þéttbýli - Framtíðarskipan íbúðalóða
Málsnúmer 2008173Vakta málsnúmer
Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammála afstöðu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að hefja þegar í stað vinnu við deiliskipulagsgerð auk gerð lóðarblaða og skilmála fyrir stakar lóðir sem eru óbyggðar, og tryggja þannig að nægt framboð á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði verði í Skagafirði. Samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammála afstöðu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að hefja þegar í stað vinnu við deiliskipulagsgerð auk gerð lóðarblaða og skilmála fyrir stakar lóðir sem eru óbyggðar, og tryggja þannig að nægt framboð á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði verði í Skagafirði. Samþykkt með níu atkvæðum.
10.Lóðarleigusamningar
Málsnúmer 2008190Vakta málsnúmer
Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins heimild til að endurnýja útrunna lóðarleigusamninga innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða. Þá leggur sveitarstjórn til, á sömu forsemdum að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins nýja lóðarleigusamninga í samræmi við skipulagsáætlanir. Heimildir þessar eru í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá árinu 2011, og 6. gr. skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010.
Samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins heimild til að endurnýja útrunna lóðarleigusamninga innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða. Þá leggur sveitarstjórn til, á sömu forsemdum að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins nýja lóðarleigusamninga í samræmi við skipulagsáætlanir. Heimildir þessar eru í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá árinu 2011, og 6. gr. skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010.
Samþykkt með níu atkvæðum.
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 921
Málsnúmer 2006033FVakta málsnúmer
921. fundargerð byggðarráðs frá 1. júlí 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2020.
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 922
Málsnúmer 2007003FVakta málsnúmer
922. fundargerð byggðarráðs frá 8. júlí 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2020.
13.Byggðarráð Skagafjarðar - 923
Málsnúmer 2007008FVakta málsnúmer
923. fundargerð byggðarráðs frá 15. júlí 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2020.
14.Byggðarráð Skagafjarðar - 924
Málsnúmer 2007009FVakta málsnúmer
924. fundargerð byggðarráðs frá 6. ágúst 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2020.
15.Byggðarráð Skagafjarðar - 925
Málsnúmer 2008003FVakta málsnúmer
925. fundargerð byggðarráðs frá 13. ágúst 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26.júní 2020.
16.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 24
Málsnúmer 2006024FVakta málsnúmer
Fundargerð 24. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 19. júní 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020.
17.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 25
Málsnúmer 2008010FVakta málsnúmer
Fundargerð 25. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 21. ágúst 2020 lögð fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020.
18.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020
Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 2. apríl og 29. maí lagðar fram til kynningar á 401. fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2020
Fundi slitið - kl. 16:52.