Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

68. fundur 18. júlí 2011 kl. 10:00 - 11:20 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Ingibjörg Sigurðardóttir áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfi Sauðár - sumarframkvæmdir

Málsnúmer 1105142Vakta málsnúmer

Með auglýsingu 26. maí sl leitaði Umhverfis- og samgöngunefnd til íbúa og óskaði eftir að þeir kæmu á framfæri hugmyndum sínum um hvernig þeir gætu séð umhverfi Sauðárinnar í framtíðinni, en hugmyndir eru um endurbætur og lagfæringa á þessu svæði í nánustu framtíð. Einungis bárust tvö svör við þessari málaleitan og er þeim þökkuð svör og ábendingar. Sviðsstjóra og garðyrkjustjóra falið að vinna málið áfram.

2.Alaskalúpína og skógarkerfill

Málsnúmer 1107087Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf stýrihóps um alaskalúpinu og skógarkerfil sem er nefnd skipuð starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar og Landgræðslu ríkisins. Þar er óskað upplýsinga um útbreiðslu framangreindra tegunda í Sveitarfélaginu og kallað eftir þáttöku sveitarfélaga og félagasamtaka að þau stemmi stigu við útbreiðslu þessara tegunda, sérstaklega á þó hálendinu og á friðuðum svæðum. Helgu falið að skoða málið og koma með áætlun til að stemma stigu við útbreiðslu þessara tegunda.

3.Dagur íslenskrar náttúru

Málsnúmer 1106058Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisráðherra dagsett 3 júní 2011.

4.Skarðsmóar - reglubundið eftirlit

Málsnúmer 1107076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 11. júlí 2011 og varðar reglubundið eftirlit urðunastaða. Sviðsstjóra falið að svara erndi Umhverfisstofnunar og bregðast við.

5.Vistvernd í verki

Málsnúmer 1107079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Landverndar vistvernd í verki- Þar er óskað eftir að Sveitarfélagið veiti þeim íbúum sem sækja vilja vistverndarnámskeið á vegum Landverndar fjárstuðning. Hér er um þarft málefni að ræða en Sveitarfélagið getur ekki orðið við beiðni um fjárstuðning að þessu sinni.

6.Umhverfisþing 14. okt

Málsnúmer 1107003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisráðherra þar sem boðað er til Umhverfisþings sem haldið verður á Hótel Selfossi 14. Október nk.

7.Þátttaka ungmenna á Umhverfisþingi

Málsnúmer 1107023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfisráðherra dagsett 30. Júní 2011 þar sem sérstaklega er hvatt til þáttöku ungs fólks á Umhverfisþing sem haldið verður á Hótel Selfossi 14. Október nk.

8.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Í samræmi við bóknir Landbúnaðarnefndar frá 13 apríl og bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 18 maí var farið í skipulega söfnum á dýrahræjum sem sótt hafa verið með kerfisbundnum hætti til þeirra bænda sem þess hafa óskað. Allmargir hafa nýtt sér þessa þjónustu og hafa verið vikulegar söfnunarferiðir frá því í loka apríl. Um mánaðarmótin júní- júlí var kostnaður vegna þessa orðinn rúmlega 980 þúsund krónur.

9.Vegagerðin-Þjónustusamningar um veghald 2011

Málsnúmer 1107086Vakta málsnúmer

Lagðir fram nýjir verksamningar, gerðir af Vegagerðinni, vegna veghalds þjóðvega á Sauðárkróki og í Hofsósi. Sviðsstjóra falið að yfirfara samninginn með tilliti til þeirra ábendinga sem fram koma hjá nefndarmönnum.

10.Skagafjarðarhafnir-Sauðárkrókur dýptarmæling 2011

Málsnúmer 1107085Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir niðurstöðum dýptarmælinga í Sauðárkrókshöfn 2011 og fyrirhuguðum fundi með með fulltrúum Siglingastofnunar.

11.Sauðárkrókshöfn - öryggismyndavélar

Málsnúmer 1107091Vakta málsnúmer

Erindi frestað, og hafnarverði falið að gera nefndinni grein fyrir málinu.

Fundi slitið - kl. 11:20.