Fara í efni

Umhverfi Sauðár - sumarframkvæmdir

Málsnúmer 1105142

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 67. fundur - 18.05.2011

Ákveðið að skilgreina svæðið með Sauðánni sérstaklega og að gefa ibúum kost á að senda inn tillögur og hugmyndir að útliti svæðisins. Íbúagáttin verði notuð til kynningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011

Afgreiðsla 67. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 279. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 68. fundur - 18.07.2011

Með auglýsingu 26. maí sl leitaði Umhverfis- og samgöngunefnd til íbúa og óskaði eftir að þeir kæmu á framfæri hugmyndum sínum um hvernig þeir gætu séð umhverfi Sauðárinnar í framtíðinni, en hugmyndir eru um endurbætur og lagfæringa á þessu svæði í nánustu framtíð. Einungis bárust tvö svör við þessari málaleitan og er þeim þökkuð svör og ábendingar. Sviðsstjóra og garðyrkjustjóra falið að vinna málið áfram.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 561. fundur - 28.07.2011

Afgreiðsla 68. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 561. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 73. fundur - 03.04.2012

Gerð grein fyrir stöðu mála og lagður fram uppdráttur dagsettur 8. desember s.l gerður á Stoð ehf sem sýnir fyrirhugað umhverfi árinnar frá Sæmundarhlíð niður að Borgargerði. Samþykkt að hefja framkvæmdir við landmótun og farveg árinnar þar sem þetta er liður í þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru á árinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 73. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.