Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat 1. lið fundar.
1.Malbikun á geymslusvæði hafnar
Málsnúmer 1305092Vakta málsnúmer
Erindi frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnaverði, vegna malbikunnar á geymslusvæði hafnarinnar lagt fram til kynningar.
Samþykkt að vísa til Byggðarráðs og fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2014.
Samþykkt að vísa til Byggðarráðs og fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2014.
2.Fegrun bæjarins
Málsnúmer 1302118Vakta málsnúmer
Ræddar hugmyndir að hreinsunardegi í þéttbýliskjörnum í Skagafirði. Ákveðið að halda hreinsunardaga helgina 8. og 9. júní. Sviðsstjóra falið að undirbúa og auglýsa.
3.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur
Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer
Frumhönnun varðandi færslu Strandvegar (Þverárfjallsvegar) við nýja smábátahöfn lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ár.
4.Skarðseyri - nýframkvæmd vegar
Málsnúmer 1305164Vakta málsnúmer
Hönnun á Skarðseyri lögð fram til kynningar. Vísað til Byggðarráðs.
5.Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands - til umsagnar
Málsnúmer 1303048Vakta málsnúmer
Formanni og sviðsstjóra falið að ganga frá umsögn um drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.
Fundi slitið - kl. 16:05.