Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

97. fundur 03. apríl 2014 kl. 16:00 - 17:06 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Auk þess sátu fundinn;
Jón Magnússon, Bjarni Jónsson og Ásta Pálmadóttir.

1.Vegamál - ástand vega í Skagafirði

Málsnúmer 1401233Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til eftirfarandi forgangsröðun varðandi bundið slitlag á tengivegi;
1 Skagafjarðarvegur nr. 752 frá Stekkjarholti að Jökulsá.
2 Hegranesvegur nr. 764.
3 Ólafsfjarðarvegur nr. 82 frá Ketilási að Molastöðum.

Jafnframt leggur nefndin áherslu á:
1 Reykjastrandarvegur nr. 748 verði skilgreindur sem tengivegur að Reykjum sem fyrst í ljósi þeirrar miklu umferðar vegna atvinnusóknar og ferðamannastraums. Í kjölfarið verði hafinn undirbúningur að lagningu bundins slitlags á veginn.
2 Að ný talning á umferð verði gerð á Ásavegi nr. 769 og Sæmundarhlíðarvegi nr. 762.
3 Að Tindastólsvegur nr. 746 verði settur á fjárlög á ný en uppbygging vegarins var á samgönguáætlun 2007 - 2010 og átti að verja til verksins 39 mkr á þeim tíma. Nefndin bendir á að vegur að skíðasvæðinu í Tindastóli sé sá eini á norðurlandi sem ekki hefur verið lagður bundnu slitlagi.

Einnig lýsir nefndin yfir þungum áhyggjum af slæmu ástandi malarvega í sveitarfélaginu og telur brýnt að auka fjármagn til viðhalds þeirra.

Að lokum ályktar nefndin að það sé mikið öryggismál fyrir vegfarendur á Skagastrandarvegi nr. 74 að hann verði endurbyggður hið fyrsta frá Hringvegi að Höskuldsstöðum.

Fundi slitið - kl. 17:06.