Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

100. fundur 01. júlí 2014 kl. 15:30 - 16:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Einar Þorvaldsson aðalm.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara Umhverfis- og samgöngunefndar 2014 til 2018.

Málsnúmer 1406266Vakta málsnúmer

Samþykkt var að Sigríður Magnúsdóttir yrði formaður, Ari Jóhann Sigurðsson, varaformaður og Einar Þorvaldsson ritari. Áheyrnafulltrúi er Steinar Skarphéðinsson.

2.Stígagerð í Varmahlíð

Málsnúmer 1310243Vakta málsnúmer

Vegna ófyrirséðra breytinga við framkvæmd stígagerðar í Varmahlíð þarf að leggja aukið fjármagn í verkið ef leggja á malbik á stígana. Búið er að jarðvegsskipta og fylla í stíga með malarefni. Í brekku á milli Birkimels og Furulundar er búið að klæða göngustíg með bundnu slitlagi.
Ef leggja á malbik á stíga sem búið er að jarðvegsskipta og fylla með möl þarf viðbótar fjárveitingu upp á um 4 milljónir.
Nefndin samþykkir að vísa erindinu til byggðaráðs og óska eftir aukafjárveitingu upp á 4 milljónir til verksins.

3.Flokkun á sorpi á Hólum

Málsnúmer 1406269Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er flokkun sorps á Hólum og búið er að kynna málið fyrir hluta íbúa.
Lagt til að húseigendum á Hólum verði sent bréf þar sem þeim er kynnt flokkun sorps og kostnaður við kaup á ílátum.

4.Gangstéttir Hofsósi

Málsnúmer 1302011Vakta málsnúmer

Samþykkt af hálfu nefndarinnar að halda áfram lagfæringum á gangstéttum á Hofsósi og hafist verði handa við hönnun og undirbúning fyrir fjárhagsáætlun 2015.

5.Nýjar gangbrautir á Hofsósi.

Málsnúmer 1406267Vakta málsnúmer

Samþykkt að mála 2 nýjar gangbrautir á Hofsósi. Annars vegar á mótum Skólagötu og Suðurbrautar móts við leikskóla og hins vegar á Lindargötu á móts við austurinngang Höfðaborgar. Einnig að kannað verði með málun gangbrauta á gönguleið á milli grunnskóla og sundlaugar.

6.Gámasvæði í Varmahlíð

Málsnúmer 1406268Vakta málsnúmer

Farið var yfir hugsanlegar lausnir á lagfæringum eða flutningi á gámasvæði við Varmahlíð.
Samþykkt að stefna að flutningi gámasvæðis og hreinsun á svæðinu.

7.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Flestum íbúum Hegraness hafa verið kynnt áform um tilraunaverkefni þar sem farið verður af stað með flokkun í Hegranesi í um 3 mánuði. Í þessu 3ja mánaða tilraunaverkefni er gert ráð fyrir að bæjum í Hegranesi verði útvegaðar flokkunartunnur, annars vegar grænar tunnur fyrir endurnýjanlegan úrgang og hins vegar gráa tunnu fyrir almennt sorp. Ekki er gert ráð fyrir íláti fyrir lífrænan úrgang. Losun á tunnum yrði á 2ja vikna fresti. Á meðan á verkefninu stendur verða losunargámar við Ósbrú og við Félagsheimilið í Hegranesi fjarlægðir.
Stefnt er að því að flokkunarílát verði keyrð heim á bæi um miðja næstu viku.
Að verkefninu loknu mun árangurinn vera metinn og gerð ítarlegri kostnaðaráætlun fyrir flokkun í dreifbýli í sveitarfélaginu í heild.

8.Gjaldskrár og samþykktir 2014

Málsnúmer 1312151Vakta málsnúmer

Lagt var fram til samþykktar erindi Gunnars Steingrímssonar, yfirhafnarvarðar, um viðbót við gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar vegna mælaleigu og rúmmetragjalds fyrir notkun á heitu vatni.
Viðbótin er tilkomin vegna legu varðskipsins Ægis við Sauðárkrókshöfn.
Erindinu vísað til byggðaráðs til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 16:30.