Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Gunnar S. Steingrímsson sat 1. til 5. lið fundar.
1.Kynning á Skagafjarðarhöfnum - umhverfis- og samgöngunefnd.
Málsnúmer 1410188Vakta málsnúmer
Gunnar S. Steingrímsson, yfirhafnarvörður, kynnti starfssemi Skagafjarðarhafna fyrir nefndarmönnum.
2.Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2015
Málsnúmer 1410189Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn tillaga yfirhafnarvarðar að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna.
Tillögurnar eru eftirfarandi:
Almennir liðir gjaldskrár hækki samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði, eða um 1,9%.
Útseld vinna hækki samkvæmt breytingu á vísitölu launa sl. 12 mánuði, eða um 6,3%
Rafmagnsverð taki breytingum samkvæmt gjaldskrám Rarik og Orkusölunnar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárhækkanirnar fyrir sitt leyti.
Tillögurnar eru eftirfarandi:
Almennir liðir gjaldskrár hækki samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði, eða um 1,9%.
Útseld vinna hækki samkvæmt breytingu á vísitölu launa sl. 12 mánuði, eða um 6,3%
Rafmagnsverð taki breytingum samkvæmt gjaldskrám Rarik og Orkusölunnar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárhækkanirnar fyrir sitt leyti.
3.Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.
Málsnúmer 1410192Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn beiðni frá bátaeigendum við öldubrjót í smábátahöfn þess efnis að gönguhlið á landgangi verði fært upp á steypta landfestu. Þar segir;
"Þessi beiðni er tilkomin til þess að auðvelda aðkomu okkar að bryggjunni. Hliðið hallar mikið og er erfitt í umgengni sérstaklega þegar lágsjávað er, einnig eiga sér stað ýmsir flutningar um landganginn þegar verið er að þjónusta bátana".
Undir beiðnina skrifa 11 eigendur báta sem liggja við öldubrjót.
Sviðstjóra falið að leita tilboða í færslu á gönguhliði hjá söluaðila flotbryggja.
"Þessi beiðni er tilkomin til þess að auðvelda aðkomu okkar að bryggjunni. Hliðið hallar mikið og er erfitt í umgengni sérstaklega þegar lágsjávað er, einnig eiga sér stað ýmsir flutningar um landganginn þegar verið er að þjónusta bátana".
Undir beiðnina skrifa 11 eigendur báta sem liggja við öldubrjót.
Sviðstjóra falið að leita tilboða í færslu á gönguhliði hjá söluaðila flotbryggja.
4.Fjárlög til hafnaframkvæmda og hafnalög
Málsnúmer 1410062Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar bréf frá Hafnasambandi Íslands til Fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 3. október 2014.
Í bréfinu skorar Hafnasambandið á Alþingi að "endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf."
Nefndin tekur undir bréf Hafnasambandsins.
Í bréfinu skorar Hafnasambandið á Alþingi að "endurskoða fjárveitingar til verkefna á sviði hafnamála ekki síst með tilliti til mikilvægis hafnanna fyrir samgöngukerfi landsins, sjávarútveg og atvinnulíf."
Nefndin tekur undir bréf Hafnasambandsins.
5.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.
Málsnúmer 1410080Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni dags. 9. október 2014 vegna fjögurra ára samgönguáætlunnar fyrir árin 2015 til 2018.
Í bréfinu er óskað eftir umsóknum um ríkisframlög til hafnargerðarverkefni og á að skila umsóknum fyrir 7. nóvember nk.
Sviðstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna að umsókn vegna fjögurra ára samgönguáætlunar. Í því felst m.a. viðgerðir og endurgerð á efri og fremri garði í Sauðárkrókshöfn, frumdýpkun innan hafnar, varnargarð fyrir framan smábátahöfn, hönnun á frekari stækkun Sauðárkrókshafnar og endurbyggingu Norðurgarðs á Hofsósi.
Í bréfinu er óskað eftir umsóknum um ríkisframlög til hafnargerðarverkefni og á að skila umsóknum fyrir 7. nóvember nk.
Sviðstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna að umsókn vegna fjögurra ára samgönguáætlunar. Í því felst m.a. viðgerðir og endurgerð á efri og fremri garði í Sauðárkrókshöfn, frumdýpkun innan hafnar, varnargarð fyrir framan smábátahöfn, hönnun á frekari stækkun Sauðárkrókshafnar og endurbyggingu Norðurgarðs á Hofsósi.
6.Beiðni um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst
Málsnúmer 1407040Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn bréf frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur vegna aðgengis hreyfihamlaðra að félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að tillit verði tekið til úrbóta á aðgengismálum í félagsheimilinu Bifröst í fjárhagsáætlun næsta árs.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að tillit verði tekið til úrbóta á aðgengismálum í félagsheimilinu Bifröst í fjárhagsáætlun næsta árs.
7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um vegalög
Málsnúmer 1410158Vakta málsnúmer
Lagt var fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á vegalögum.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en leggur áherslu á að tryggt sé að nægjanlegt fjármagn fylgi vegna yfirfærslu vega frá ríki til sveitarfélaga.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en leggur áherslu á að tryggt sé að nægjanlegt fjármagn fylgi vegna yfirfærslu vega frá ríki til sveitarfélaga.
8.Flokkun hálendisvega.
Málsnúmer 1210290Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi flokkun og fullgildingu vegslóða í óbyggðum, dags. 8. október 2014.
Síðan árið 2008 hefur staðið yfir vinna við flokkun vega á miðhálendinu. Starfshópur, skipaður af umhverfisráðherra, átti í samráði við sveitarfélög landsins að gera tillögur að hvaða vegir skuli vera lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða vegir skulu vera opnir.
Starfshópurinn stefnir á að ljúka verkefninu um næstu áramót og fer ráðuneytið fram á svar frá sveitarfélaginu fyrir 15. nóvember nk.
Töluverð vinna hefur farið fram á vegum sveitarfélagsins þar sem unnið hefur verið að flokkun hálendisvega en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið. Nefndin felur sviðstjóra að ljúka vinnu við flokkun hálendisvega í samráði við hagsmunaaðila og sækja um frest til svars, gerist þess þörf.
Síðan árið 2008 hefur staðið yfir vinna við flokkun vega á miðhálendinu. Starfshópur, skipaður af umhverfisráðherra, átti í samráði við sveitarfélög landsins að gera tillögur að hvaða vegir skuli vera lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða vegir skulu vera opnir.
Starfshópurinn stefnir á að ljúka verkefninu um næstu áramót og fer ráðuneytið fram á svar frá sveitarfélaginu fyrir 15. nóvember nk.
Töluverð vinna hefur farið fram á vegum sveitarfélagsins þar sem unnið hefur verið að flokkun hálendisvega en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið. Nefndin felur sviðstjóra að ljúka vinnu við flokkun hálendisvega í samráði við hagsmunaaðila og sækja um frest til svars, gerist þess þörf.
Fundi slitið - kl. 17:10.