Fara í efni

Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.

Málsnúmer 1410192

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 103. fundur - 27.10.2014

Lögð var fyrir fundinn beiðni frá bátaeigendum við öldubrjót í smábátahöfn þess efnis að gönguhlið á landgangi verði fært upp á steypta landfestu. Þar segir;
"Þessi beiðni er tilkomin til þess að auðvelda aðkomu okkar að bryggjunni. Hliðið hallar mikið og er erfitt í umgengni sérstaklega þegar lágsjávað er, einnig eiga sér stað ýmsir flutningar um landganginn þegar verið er að þjónusta bátana".
Undir beiðnina skrifa 11 eigendur báta sem liggja við öldubrjót.
Sviðstjóra falið að leita tilboða í færslu á gönguhliði hjá söluaðila flotbryggja.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 06.02.2015

Á 103. fundi umhverfis- og samgöngunefndar var lögð fram beiðni frá smábátaeigendum við svokallaðan öldubrjót, eða stærstu smábátabryggjuna, þess efnis að gönguhlið á landgangi yrði fært upp á steypta landfestu til að bæta aðgengi um bryggjuna. Sviðsstjóra var falið að fá tilboð í verkið frá söluaðila flotbryggja.
Tilboð hefur borist og leggur nefndin til að leita tilboða hjá fleiri aðilum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 109. fundur - 20.04.2015

Lagt var fyrir fundinn tilboð frá Vélaverkstæði KS í færslu á gönguhliðum á flotbryggjum á Sauðárkróki.
Sviðsstjóra falið að ganga frá færslu hliðanna á grundvelli tilboðs Vélaverkstæðis KS og tryggja að verkið sé unnið samkvæmt fyrirliggjandi óskum. Verkið verður greitt af rekstrarfé Hafnarsjóðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.