Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

104. fundur 13. nóvember 2014 kl. 10:30 - 11:55 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat landbúnaðarnefnd fundinn.
Rætt var um tilraunaverkefni við flokkun á sorpi í Hegranesi ásamt almennum umræðum um sorpmál í dreifbýli.
Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu mætti á fund nefndanna og fór yfir tilraunaverkefni í flokkun á sorpi í Hegranesi.
Sorp hefur nú verið flokkað í Hegranesi í þrjá mánuði, frá ágúst til október. Á hverjum bæ er 660 lítra kar undir almennt sorp og 240 lítra tunna undir flokkaðan úrgang. Ílátin eru tæmd tvisvar í mánuði. Verkefnið hefur gefist vel og flestir íbúar ánægðir með þjónustuna. Ákveðið var að halda verkefninu áfram út árið 2014.
Ræddar voru breyttar útfærslur á sorphirðu í dreifbýli og gjaldskrá fyrir þjónustuna. Stefnt verður að flokkun á sorpi í dreifbýli í náinni framtíð. Sviðstjóra og formanni falið að koma með tillögur um útfærslu og gjaldskrá.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - Garðyrkjudeild

Málsnúmer 1411089Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - Hafnarsjóður Skagafjarðar

Málsnúmer 1411090Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

4.Atkvæðagreiðsla um merki fyrir hafnasambandið

Málsnúmer 1411057Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Neyðarlínan - samningur um afnot af AIS-kerfinu

Málsnúmer 1411064Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:55.