Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

105. fundur 17. nóvember 2014 kl. 15:00 - 16:10 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat lið 1 til 4.
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat lið 5.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - Hafnarsjóður Skagafjarðar

Málsnúmer 1411090Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, fór yfir drög að fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðarhafna fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.

2.Nýtt merki fyrir Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 1411062Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Hafnasambandi Íslands um kosningu á nýju merki sambandsins.
Nefndin kýs tillögu 1.

3.Neyðarlínan - samningur um afnot af AIS-kerfinu

Málsnúmer 1411064Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir uppkast að samningi vegna notkunar á upplýsingum úr landstöðvum sjálfvirks auðkennikerfis skipa (AIS landstöðvum) sem Neyðarlínan rekur.
Nefndin leggur til að gengið verði frá samningi við Neyðarlínuna ohf.

4.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1411049Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands vegna umhverfisstefnu hafna.
Stjórn Hafnasambandsins hefur skipað nefnd sem mun útbúa ramma eða "módel" að umhverfisstefnu fyrir hafnirnar og auðvelda þannig höfnunum að gera hver sína umhverfisstefnu.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - Garðyrkjudeild

Málsnúmer 1411089Vakta málsnúmer

Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, fór yfir drög að fjárhagsáætlun garðyrkjudeildar fyrir árið 2015.
Áætlunin gerir ráð fyrir að bæta við sumarstarfsmönnum frá því sem verið hefur til að sinna almennu viðhaldi á grænum svæðum.
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.

6.Umsagnarbeiðni um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 1411034Vakta málsnúmer

Nefndin vísar til fyrri umsagnar um málið þegar það var flutt á 140. löggjafarþingi, sbr erindi nr. Þ 143/876.
http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=143&dbnr=876

Fundi slitið - kl. 16:10.