Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnarvörður, sat fyrstu þrjá liði fundarins.
1.Styrkbeiðni. Ljósmál heimildarmynd um sögu vita á Íslandi.
Málsnúmer 1501324Vakta málsnúmer
Tekin var fyrir styrkbeiðni frá Ljósmáli ehf vegna fyrirhugaðrar heimildamyndar um vita á Íslandi.
Framleiðsla myndarinnar hófst í fyrra og á að vera lokið í ár. Myndin verður tilbúin til sýninga árið 2016.
Óskað er eftir styrk frá Skagafjarðarhöfnum vegna myndarinnar að upphæð allt að 400.000 krónum.
Hafnarsjóður Skagafjarðar telur sér ekki fært at styrkja verkefnið.
Framleiðsla myndarinnar hófst í fyrra og á að vera lokið í ár. Myndin verður tilbúin til sýninga árið 2016.
Óskað er eftir styrk frá Skagafjarðarhöfnum vegna myndarinnar að upphæð allt að 400.000 krónum.
Hafnarsjóður Skagafjarðar telur sér ekki fært at styrkja verkefnið.
2.Kynning á tillögu að stafsleyfi fyrir Vegagerðina á hafnarsvæði Sauðárkróki
Málsnúmer 1501022Vakta málsnúmer
Lögð var fram til umsagnar tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi vegna bikbirgðastöð Vegagerðarinnar á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar.
Tillöguna má nálgast á vef umhverfisstofnunar; http://umhverfisstofnun.is/einstaklingar/mengandi-starfsemi/starfsleyfi-i-auglysingu/auglysing/2015/01/12/Tillaga-ad-nyjum-starfsleyfum-fyrir-bikbirgdastodvar-Vegagerdarinnar/.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Tillöguna má nálgast á vef umhverfisstofnunar; http://umhverfisstofnun.is/einstaklingar/mengandi-starfsemi/starfsleyfi-i-auglysingu/auglysing/2015/01/12/Tillaga-ad-nyjum-starfsleyfum-fyrir-bikbirgdastodvar-Vegagerdarinnar/.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
3.Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.
Málsnúmer 1410192Vakta málsnúmer
Á 103. fundi umhverfis- og samgöngunefndar var lögð fram beiðni frá smábátaeigendum við svokallaðan öldubrjót, eða stærstu smábátabryggjuna, þess efnis að gönguhlið á landgangi yrði fært upp á steypta landfestu til að bæta aðgengi um bryggjuna. Sviðsstjóra var falið að fá tilboð í verkið frá söluaðila flotbryggja.
Tilboð hefur borist og leggur nefndin til að leita tilboða hjá fleiri aðilum.
Tilboð hefur borist og leggur nefndin til að leita tilboða hjá fleiri aðilum.
4.Endurvinnslukortið
Málsnúmer 1412054Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar bæklingur vegna endurvinnslukortsins. Endurvinnslukortið hefur verið aðgengilegt á vefnum um nokkura ára skeið á vefslóðinni natturan.is. Þróun og rekstur kortsins hefur verið unnin í samstarfi við Sorpu og ýmsa aðra þjónustuaðila á sviði endurvinnslu og sorphirðu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið en telur ekki tímabært að koma að verkefninu að svo stöddu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið en telur ekki tímabært að koma að verkefninu að svo stöddu.
5.Samvinna í úrgangsmálum á Norðurlandi
Málsnúmer 1501258Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi er varðar samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi. Vinna við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er langt komin og er þess óskað í bréfinu að 1-2 fulltrúar hvers sveitarfélags sæki fund þar sem þessi mál verða rædd og fundið út hvort almennur áhugi sé á samstarfi á vettvangi úrgangsmála. Undir bréfið skrifa Eriíkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri og Ólöf Harpa Jósefsdóttir, forstöðumaður Flokkun Eyjafjarðar ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að formaður og sviðsstjóri sæki fundinn.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að formaður og sviðsstjóri sæki fundinn.
6.Geymslusvæði á Hofsósi
Málsnúmer 1501322Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram til kynningar teikningar sem sýna mögulega staðsetningu á geymslusvæði á Hofsósi. Drögin gera ráð fyrir tveimur mögulegum staðsetningum á geymslusvæði, sunnan og norðan við áhaldahús við Norðurbraut.
Gert er ráð fyrir að svæðið verði með svipuðu sniði og geymslusvæði á Sauðárkróki, það verði afgirt og læst og hægt verði að leigja pláss á svæðinu gegn vægu gjaldi. Utan girðingar við geymslusvæði er gert ráð fyrir að staðsetja ruslagáma sem í dag eru staðsettir við áhaldahús og norðan við Pardus á Hofsósbraut.
Nefndin leggur til að geymslusvæðið verði staðsett norðan við áhaldahús.
Gert er ráð fyrir að svæðið verði með svipuðu sniði og geymslusvæði á Sauðárkróki, það verði afgirt og læst og hægt verði að leigja pláss á svæðinu gegn vægu gjaldi. Utan girðingar við geymslusvæði er gert ráð fyrir að staðsetja ruslagáma sem í dag eru staðsettir við áhaldahús og norðan við Pardus á Hofsósbraut.
Nefndin leggur til að geymslusvæðið verði staðsett norðan við áhaldahús.
7.Flokkun hálendisvega.
Málsnúmer 1210290Vakta málsnúmer
Fjallað var um stöðu á flokkun hálendisvega. Verið er að vinna í málinu í samráði við landeigendur.
Fundi slitið - kl. 14:00.