Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

119. fundur 11. maí 2016 kl. 14:00 - 15:20 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Ágúst Gíslason yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Einar Ágúst Gíslason, yfirhafnavörður, sat 1. til 5. lið fundar.

1.Fundagerðir 2016 - Hafnasamband Ísl.

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

383. fundargerð Hafnarsambands Íslands, frá 1. apríl 2016 lögð fram til kynningar.

2.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðulands vestra frá 28. apríl 2016 lögð fram til kynningar á 119. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. maí 2016.

3.Sauðárkrókur 218097 - Siglingaklúbburinn Drangey - Umsókn um setlaug

Málsnúmer 1603203Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Siglingaklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki.
Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbin og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma sem fyrrgreind notkun kveður á um verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sína hönd en leggur áherslu á að potturinn verði tryggilega læstur utan notkunartíma, gengið verði snyrtilega frá umhverfinu í kring og Siglingaklúbburinn tilgreini ábyrgðaraðila fyrir aðstöðunni.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál

Málsnúmer 1604152Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga.

5.Umsagnarbeiðni, þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018

Málsnúmer 1604172Vakta málsnúmer

Nefndin lýsir yfir vonbrigðum með þingsályktunartillöguna og bendir á að norðvestursvæðið hefur orðið fyrir miklum niðurskurði varðandi samgöngumál bæði í viðhaldi og nýframkvæmdum og hvetur kjörna fulltrúa til að taka málið föstum tökum.

6.Gangbrautarljós við Árskóla

Málsnúmer 1603033Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Eflu varðandi gangbrautarljós við Árskóla á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að koma með tillögu að ljósastýringu við gangbraut.

7.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Rotaryklúbbur Sauðárkróks hefur lýst yfir áhuga á því að vinna að uppbyggingu og endurbótum í Sauðárgili.
Nefndin þakkar klúbbnum áhugann og felur sviðstjóra í samráði við garðyrkjustjóra að skipuleggja verkefnið.

8.Verklegar framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1605082Vakta málsnúmer

Farið var yfir verklegar framkvæmdir á árinu 2016 sem viðkoma umhverfis- og samgöngunefnd.

Fundi slitið - kl. 15:20.