Beiðni frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks um fund
Málsnúmer 1502210
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 689. fundur - 12.03.2015
Málið áður á dagskrá 688. fundi byggðarráðs. Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Indriði Þ. Einarsson sviðsstjori veitu- og framkvæmdasviðs, Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að vinna gróft skipulag fyrir Litla-Skóg og Skógarhlíð. Stefnt er að framkvæmdum á svæðinu í vor.
Byggðarráð samþykkir að fela veitu- og framkvæmdasviði að vinna gróft skipulag fyrir Litla-Skóg og Skógarhlíð. Stefnt er að framkvæmdum á svæðinu í vor.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 24.03.2015
Lagt var fram til kynningar erindi frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks vegna samfélagsverkefnisins Litli Skógurinn okkar.
Formaður leggur til að fá Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, á næsta fund nefndarinnar til að ræða um verkefnið ásamt verkefnum sumarsins.
Formaður leggur til að fá Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, á næsta fund nefndarinnar til að ræða um verkefnið ásamt verkefnum sumarsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 688. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 689. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 109. fundur - 20.04.2015
Rætt var um verkefnið Litli - Skógur á vegum Rotaryklúbbs Sauðárkróks.
Sviðstjóra og garðyrkjustjóra falið að funda með Rotary vegna verksins og mögulegar lagfæringar á gömlu sundlauginni. Stefnt er að heildarhönnun á svæðinu í Sauðárgili og kostnaðaráætlun fyrir mögulegar framkvæmdir næstu ára.
Sviðstjóra og garðyrkjustjóra falið að funda með Rotary vegna verksins og mögulegar lagfæringar á gömlu sundlauginni. Stefnt er að heildarhönnun á svæðinu í Sauðárgili og kostnaðaráætlun fyrir mögulegar framkvæmdir næstu ára.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 108. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 119. fundur - 11.05.2016
Rotaryklúbbur Sauðárkróks hefur lýst yfir áhuga á því að vinna að uppbyggingu og endurbótum í Sauðárgili.
Nefndin þakkar klúbbnum áhugann og felur sviðstjóra í samráði við garðyrkjustjóra að skipuleggja verkefnið.
Nefndin þakkar klúbbnum áhugann og felur sviðstjóra í samráði við garðyrkjustjóra að skipuleggja verkefnið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016
Afgreiðsla 119. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð tekur vel í erindið og óskar eftir því að formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og garðyrkjustjóri komi á næsta fund til viðræðu um stöðu framkvæmda og áætlanir um uppbyggingu í Litla-Skógi og umhverfi Sauðár.